Úrval - 01.11.1977, Side 49

Úrval - 01.11.1977, Side 49
SVÖRTU GÖTIN — DIMMASTA GATA GEIMSINS 47 Samt liggur lykillinn að þessari gagntakandi furðu í ekki erfiðari hlut heldur en hinu kunnuglega lögmáli aðdráttaraflsins, sem við lærðum um í skóla. Allir hlutir í alheimnum draga að sér aðra hluti, sagði Newton, og aðdráttaraflið er í beinu hlutfalli við efnismagn — massa — hlutanna. Með öðrum orðum: Því stærri sem hluturinn er, því meira aðdráttarafl hefur hann. En það er aðeins helmingurinn af hinu glæsilega lögmáli Newtons. Hinn helmingurinn segir: Aðdrátt- arafl stendur í öfugu hlutfalli við kvaðrat fjarlægðarinnar. Það þýðir einfaldlega að því lengra sem er milli hlutanna, þeim mun minna gætir aðdráttarafls þeirra. Það sem gjör- breytir þessu öllu er áhrif kvaðratsins. Ef fjarlægðin milli tveggja hluta er tvöfölduð, minnkar gagnkvæmt að- dráttarafl þeirra fjórfalt, því tveir margfaldaðir með sjálfum sér eru fjórir. En sé þessu snúið við með því að færa hlutina hvorn nær öðrum eykst gagnkvæmt aðdráttarafl þeirra óhugnanlega hratt! Þetta leiðir af sér að tvennt er nauðsynlegt til að mynda svört göt: Mikinn efnismassa samþjappaðan á mjög smáu svæði. Stórar stjörnur leggja til efnið. Þegar þær gerast gamlar og taka að kulna getur innri kjarnhitafuni þeirra ekki lengur spornað móti aðdráttarafli miðjunnar á ytri lögin. Afleiðingin verður sú að ytri lögin taka að falla að miðjunni og þjappa frumeindunum saman og stjarnan kiprast saman. Og nú leysist öfugverkandi kvaðratlögmál Newtons úr læðingi. Þegar frum- eindirnar þrýstast þéttar og þéttar saman, eykst aðdráttaraflið með sívaxandi hraða og stórherðir á hruninu inn á við. Meiri samþjöppun þýðir þéttari frumeindir og þar af leiðandi rammara aðdráttarafl. Meiri samþjöppun — meira aðdráttarafl — meiri samþjöppun — meira aðdrátt- arafl.... Samfallandi stjarna kann að komast í jafnvægi á einhverjum vendipunkti: Litla störnu vantar efnismassann til þess að njörfa rafeindir sínar fastar saman og endar sem gríðarlega þéttur, glóheitur klumpur sem kallast „hvítur dverg- ur”; lítið eitt stærri stjarna þjappast saman í jafnvel enn þéttari ,,nift- eindastjörnu” þar sem allar rafeindir hafa pressast inn í róteindir kjarna- frumeindanna og myndað nifteindir. Eða þá að stjaman er nógu stór til þess að herpast saman í einn miðpunkt óendanlegrar þéttni. Sú lokapressun gerist með svo snöggum hætti að það nálgast hraða ljóssins og gemr gerst á einni sekúndu. Stjarnan hverfur; slokknar, í bókstaflegri merkingu, og svart gat hefur myndast. Hvað er innan í svörtu gati? Vísindin hafa aðeins kenningar um það, en ef til vill er auðveldast að skýra það með því að ímynda sér að fífldjarfur geimfari stýri fari inn á áhrifasvæði svarts gats með tíföldu efnismagni sólarinnar okkar. Fyrsm
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.