Úrval - 01.11.1977, Síða 61
59
^Úf tjeimi læknavisiqdanija j
HEITT VATN — PASSIÐ YKKUR!
Hér fer á eftir klausa, sem á
sérstakt erindi til þeirra sem búa á
hitaveitusvæðum:
Mörg heimili og hótel hafa
hættulega heitt kranavatn, segir Dr.
Jerold 2. Kaplan, fyrrverandi bruna-
sérfræðingur bandaríska hersins. 58
gráðu hiti á Celcíus getur framkallað
þriðju gráðu bmna á aðeins tiu til
fimmtán sekúndum, segir Kaplan.
Hver hitahækkun um 1,1 stig yflr 58
gráður styttir brunatímann um nærri
helming.
Meðan Kaplan starfaði við Brooke
Army heilsugæslumiðstöðina í San
Antonio, rannsakaði hann 18 heimili
og komst að því að 35 % þeirra höfðu
59,5 gráðu heitt vatn í krönunum.
Þegar hann rannsakaði 10 hótel í Las
Vegas, uppgötvaði hann að 20%
þeirra höfðu þetta sama hitastig á
kranavatni sínu, og eitt komst upp í
76 stig, en við þann hita brennir vatn
alvarlega á aðeins einni sekúndu.
Þegar Kaplan yfírfór brunaskýrslur
heilsugæslustöðvarinnar í Brooke allt
aftur til 1971, fann hann fimmtíu
dlfelli um skaðbruna af völdum
kranavatns — flest tilkomin af því að
skrúfað hafði verið í ógáti frá krönum
í staðinn fyrir að skrúfa fyrir þá
meðan fórnarlömb slysanna voru í
baði eða sturtu. Sextán þessara slysa
leiddu til dauða. 37 slysanna voru á
börnum undir þriggja ára. Kaplan
mælir eindregið með því, að hitinn á
kranavatninu — mælt með venju-
legum kjöthitamæli sem er til í
mörgum eldhúsum — sé undir 55
gráðum á Celcius.
Medical World Newa
,,ÉG VAKI BARA MEST ALLA
NÓTTINA!”
Quentin R. Regestein, læknir,
ráðleggurstarfsbræðrum sínum í The
Journal of the American Medical
Association að rannsaka vel réttmæti
þeirra klögumála sjúklinga, að þeir
eigi erfitt með að sofna, áður en þeim
eru gefnir lyfseðlar á svefnlyf. Hann
skírskotar til rannsóknar á hópi
sjúklinga, sem sögðust liggja vakandi
svo tímum skipti áður en þeir fengju
fest blund. Þegar fylgst var með
þeim, kom í ljós sú staðreynd, að þeir
sofnuðu að meðaltali 26 mínútum
eftir að þeir lögðust á koddann.
,,Þess vegna er hætta á því, að
svæfandi lyf og ef til vill skaðsamleg
séu gefin vegna ýktrar umkvört-
unar,” segir Regestein. ,,Þar sem slík
lyf missa smátt og smátt áhrifamátt
sinn, situr sjúklingurinn eftir með
sárt ennið, háður lyfjunum en hefur
ekki fengið neina bót á því sem hann
kvartaði um í upphafi.”
Or Chicago Tribune.