Úrval - 01.11.1977, Síða 84
82
ÚRVAL
inni. Sérfræðingar í vinnuhagræð-
ingu gerðu könnun í fyrirtækinu og
settu saman sérstaka dagskrá starfs-
tónlistar. Tónlistar sem er í samræmi
við eðli og innihald þess starfs sem
verið er að inna af hendi, líkamleg og
andleg einkenni verkafólksins, sem
myndi skapa ákveðinn vinnurytma.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast
minnkaði vinnutapið um þriðjung og
verulega dró úr þreytu starfsfólksins.
Þetta stafar af þvx að tónlist hefur
áhrif á ákveðna punkta í heilaberk-
inum, dreiflr álaginu og þannig
minnkar þreytan.
Uppsetning þessa tónlistakerfis
kostaði fyrirtækið ekki mikið, og var
kostnaðurinn greiddur upp á einu
ári. Vísindamenn framkvæmdu svip-
aðar rannsóknir í úraverksmiðju í
Moskvu, þar sem 3000 manns starfa
við úrsmíðar og x ýmsum fleiri
fyrirtækjum af svipuðu tagi.
Um þessar mundir er unnið að
þróun aðferðar til að semja tónlistar-
dagskrá fyrir einstaklinga. Þetta
kemur til af því að svipuð störf eru
oft unnin af fólki á ýmsum aldri.
Eldra fólk kann að spara kraftana og
vinnurytmi þess er oft allur annar en
yngra fólksins. Þess vegna eru samdar
dagskrár fyrir ákveðna aldurshópa,
hlustunartækjum er komið fyrir við
hvert borð og hver einstaklingur
getur ákveðið sjálfur stillinguna.
Fólkið er mjög ánægt með þessa
nýjung og setur fúslega upp heyrnar-
tækin.
Enn er þetta þó allt á byrjunarstigi
og erfitt að nefna ákveðnar tölur x
sambandi við þann árangur sem
náðst hefur, en sérfræðingar eru á
einu máli um að með þessari aðferð
dragi verulega úr vinnutapi og
flutningi starfsfólks, og jafnframt
aukist framleiðslugetan. Hönnun
starfstónlistarkerfis fyrir einstaklinga
sparar fyrirtækjunum þúsundir
rúblna, en það er þó ekki aðalatriðið,
heldur hitt, að heilsa og skap
starfsfólksins batnar til muna og
afstaða þess til vinnunnar breytist til
hins betra.
★
Drukkinn maður sat við barinn. Hann var með tannstöngul í
hendinni og eltist við olívu sem flaut í drykknum hans. Hundrað
sinnum slapp olívan undan honum. Að lokum kom annar gestur á
barnum, sem hafði lengi fylgst með viðureigninni, yfir til hans og var
grenilega leiður á þófinu. Hann greip tannstöngulinn: „Svona á að
gera þetta, ’ ’ sagði hann og stakk auðveldlega í olívuna.
,,Vel af sér vikið,” tautaði sá drukkni. ,,Ég var búin að þreyta hana
svo að hún var að gefast upp.”