Úrval - 01.11.1977, Page 85
83
Það eru líklega fá dýr, sem maðurinn hefur ekki
reynt að temja sér fyrir húsdýr. Og sumir hafa
heppnina með sér með ólíklegustu kvikindi.
HRE Y SIKÖTTUR
SEM GÆLUDÝR
— Nórair Parajan —
inkona mín var að skoða
eftirprentun af málverki
Leonardos da Vincis,
HEFÐARFRÚ MEÐ
HREYSIKÖTT, og hróp-
aði upp yfir sig: ,,En fáránlegt
hugmyndaflug! Að mála konu með
svona blóðþyrstu kvikindi!”
Að mörgu leyti hafði hún rétt fyrir
Höfundur meðfylgjandi greinar, Nóraír
Pararjan, er kennari í Leningrað.
y/.y.'.y.oioK
/.\ /l\ /J\ /l\
*
/,\ /,\ /l\/,\/l\
sér. Villtur hreysiköttur er sannarlega
hörkugrimmt rándýr. Hann hefur
orðið firægur fyrir vetrarfeldinn, sem
er ólýsanlega snjóhvítur og léttur.
Það er vafalaust þess vegna, sem
hreysikattaskinn voru notuð á skikkj-
ur keisara og konunga. En það er líka
vitað að hreysikötturinn er nytsöm
skepna; hann grandar mörgum nag-
dýrum, sem flytja sjúkdóma og
eyðileggja uppskeru.
— Or Khimi I Zhizn —