Úrval - 01.11.1977, Side 87
HAGFRÆÐI OG TÖNLIST
eftir þetta reyndi hann ekki að fara í
gegnum gler.
Allir nýir hlutir — kassi, böggull
eða blómvöndur, allt þvíumlíkt vakti
ódulda forvitni hans og hann rann-
sakaði allt þess háttar nákvæmlega og
snasaði af því í krók og kring.
Það var gaman að sjá hann þegar
gestir voru. Um leið og dyrabjöllunni
var hringt, hentist hann til dyra, lét
fallast flatur á gólfið en teygði fram
hausinn, augun galopin. Þegar
gesturinn var kominn innfyrir, hélt
Harry áfram að fylgjast með honum
undan sófa eða skáp. Enginn
ókunnugur fékk að snerta hann, en
stundum fékkst hann til að borða úr
hendi einhverrar konu, en fyrir þeim
var hann sérlega veikur.
Ég gat ekki farið með hann út að
viðra hann fyrr en seint á kvöldin —
allir kettir og hundar í hverfinu töldu
hann löglegt fórnardýr sitt. En
kettirnir fóru þó að halda sig í
85
hæfilegri fjarlægð eftir að Harry beit
nefið af einum þeirra. Það var verra
með hundana. Þeir eltu hann, og
Harry kom á æsispretti og létti ekki
ferðinni fyrr en uppi á höfðinu á mér
— í öryggisskyni.
Auðvitað á hreysikötturinn að lifa
frjáls. En ef þú rekst á týndan eða
meiddan hreysikettling, skaltu taka
hann og hlua að honum, annars
drepst hann. En það er rétt að hafa í
huga, að þótt fullvaxinn hreysiköttur
geti vanist innilokun, er ekki hægt að
temja hann. Svo fullorðið dýr getur
aldrei orðið samskonar vinur og ég
eignaðist í Harry.
★
>MZ>fí£>íA
Maður nokkur sem sneri sér til fjölleikahúss og spurði um lausa
stöðu ljónatemjara fékk þetta svar: ,,Nei, ekki í dag, komdu aftur á
morgun, staðan getur alltaf losnað óvænt.”
Maður nokkur skoraði á Mark Twain að finnatilvitnun í biblíunni,
sem sérstaklega bannaði fjölkvæni. „Sjálfsagt,” svaraði Mark Twain.
„Enginn kann tveimur herrum að þjóna.”
David Vincent.
Kona nokkur kvartaði við bréfadálk í blaði. ,,Þegar maðurinn minn
kemur heim úr vinnunni byrjar hann á því að kyssa hundinn og síðan
mig. Á ég ekki að skilja við hann?”
Svarið kom: ,,Ömögulegt að segja. Sendu okkur mynd af þér og
hundinum.”