Úrval - 01.11.1977, Side 94

Úrval - 01.11.1977, Side 94
92 LJRVAL Svo hörfaði bjarndýrið lítið eitt, og Ivar velti sér í snarhasti fram úr fletinu. Hann lenti berfættur ofan á haug af glerbrotum. Hann lét fallast á hnén. Blóðlyktin æsti björninn, sem slæmdi loppunni rétt fram hjá Ivari hefði hann verið uppistandandi,, hefði hann ekki þurft meira. Hann skreið fram að dyrum til að ná í riffilinn í geymslunni. Það var um 30 stiga frost þar frammi. Ivar rykkti rifflinum niður af snaganum, spennti vopnið og laum- aðist að útidyrunum. Þar hélt hann niðri í sér andanum og hlustaði. Ekkert. Hægt og varlega opnaði hann lúguna á dyrunum. í sama bili rak bjarndýrið haus og háls inn um opið. Ivar hörfaði í ofboði og rétt komst undan tönnum dýrsins. Tvö skref komst hann, en svo nam bakið við lokaðar dyrnar inn í íveruherbergið. Hann fann heitan andardrátt dýrsins á kvið sér. Það var ekkert undanfæri til þess að opna dyrnar og komast inn í herbergi; ekki einu sinni nóg rúm til að axla vopnið. Það var eins og þessi litla kytra væri full að klóm og tönnum. Ivar lyfti rifflinum yfír höfuð sér og hleypti af. Slátturinn í byssunni keyrði hann upp að dyrunum. Dasaður og heyrnarsljór af hvellinum spennti hann riffilinn aftur. En björninn var horfinn. Hann lá hreyfingarlaus utan við dyrnar, steindauður. Ivar lagði lófann á hrjúfan feldinn á hlýjum hausnum og dró andann djúpt og hægt og naut þess að finna ískalt loftið streyma ofan í sig. Honum fannst hann vera þyngdar- laus, svífandi og ótrúlega lifandi. Landslagið var undrafagurt í fölu tunglsljósinu, hvert smáatriði furðu- lega skýrt, frostið glitraði á svörtum tjörupappanum, blikkið á þakinu geislandi snjókristall, vindurinn stöðugur og jafn. Þetta var meiri fullkomnun en hægt var að láta sig dreyma um. Hægt og hikandi sneri hann baki við þessari fullkomnu stund og hélt aftur inn í kofann. Þegar hann hafði kveikt upp eldinn fór hann í buxur og úlpu og skoðaði svo sárin á fótum sér. Hann sauð vatn yfir eldinum, þvoði sárin og skvetti viskíi yfir þau. Hann hafði verið heppinn, það þurfti ekkert að sauma. Það fannst honum eitt það leiðinlegasta, sem hann gerði í frístundum sínum, að sauma saman sár sín. Oti fyrir var ekki sama fullkomnun og áður, en honum var sama. Stundin var meitluð í vitund hans, hluti af svarinu við því hvers vegna hann hafði kosið að setjast að á heimskautasvæði. Hann safnaði saman brotunum af gluggahleranum og negldi þau fyrir gluggann. Svo náði hann í flánings- hnífana og tók að birkja björninn. Feldurinn var mjög góður, nema hausinn. En með nokkrum nettum saumsporum var hægt að loka kúlugatinu. Ef nauðsyn hefði krafið hefði hann verið fús til að staga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.