Úrval - 01.11.1977, Page 105
ÁRLANGUR DAGUR
103
fóta hans. Hún blés hlýjum andar-
drætti framan í hann en hann klóraði
henni bak við eyrun og talaði
hljóðlega við hana. Loks stóð hann
þreytulega upp. hann átti margt
ógert. Hann varð að hylja björninn
þar til hann gæti komið aftur með
hundana og dregið hræið heim. Ef
hann hugslaði það ekki, kynnu
önnur bjarndýr að finna skrokkinn og
éta hann. í heimskautanóttinni
löngu var engin uppspretta eggja-
hvítu látin í friði.
Hann hengdi riffilinn á öxl sér og
reis stirðlega á Fætur til að ná í
skófluna. Hann hafði verið á fótum
frá því klukkan sex, og ef hann
hraðaði sér, næði hann heim um
miðnættið.
Á ÞUNNUM ÍS
Hann svaf aðeins nokkrar klukku-
stundir. Það hafði ekki verið nógur
snjór á hálsinum til að husla bjarnar-
hræið almennilega. Hann varð að
hraða sér þangað aftur áður en
skemmdarvargar eyðileggðu feldinn.
Þegar hann kom út úr kofanum
með hundaaktýgin, ærðust hund-
arnir. svartur, forustuhundurinn,
gerði sitt besta til að halda uppi aga
meðan verið var að leggja á, en hann
gat ekki yerið alls staðar samtímis.
Bangsi og Grísi, sem venjulega kom
vel saman, vildu nú alls ekki láta
tengja sig saman. Fúll og Latur voru
líka effiðir. Ivar skálmaði um og kom
á reglu með því að sparka duglega
hér og þar og tvinna saman
formælingum. Dráttarhundarnir
hans voru engir kjölturakkar. Þeir
hefðu gengið hver af öðrum
dauðum, ef hann hefði ekki hindrað
þá.
Fyrsta spölinn gerði hann ekki
annað en að halda sér í og láta
dragast með. Hann vissi að hann gat
ekkert annað gert. Hundarnir voru
ærir á fyrsta hlaupi vetrarins. Þeir
hlýddu engu nema ólgandi ærustu
sinni. Þótt hann dytti núna, myndu
þeir ekki einu sinni líta við, hvað þá
bíða eftir honum. Hann hélt sér fast,
beygði hnén, heitur í kinnum,
varirnar sveigðar þöglum hlátri.
Hvorki kuldi né myrkur né huldir
steinar gátu bmgðið fölskva á
glitrandi þjótandi fegurð stundar-
innar, æðandi hundana og marrandi
skíðanna.
Eftir æðispöl komst heldur betri
regla á, en hundarnir héldu hátt-
bundnu harðahlaupi. Það var kom-
inn tími til að gá hvort Svartur þekkti
enn rödd húsbónda síns. Hann
kallaði til hans að beygja til hægri.
Stóri, svarti hundurinn gegndi þegar
í stað. Ivar kallaði á vinstri beygju.
Svartur sveigði þegar til vinstri. Ivar
var ánægður, en hafði meira vit en
svo að fara fram á að hundarnir
næmu staðar. Þeir höfðu ekki
hlaupið svo lengi að þeir hlýddu svo
fáránlegri skipun strax. Það var betra
að lofa þeim að rasa út núna, svo þeir
yrðu þægari þegar hann tosaði
bjarnarhræinu upp á sleðann.
Þegar nálgast tók hálsdragið, beið