Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 109

Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 109
ÁRLANGUR DAGUR að því að komast hjá svo lítilmót- legum dauðdaga. Þegar bæði voru orðin móð, reis hann á fætur og batt enda á leikinn. Hann fékk sér í glas undir svefninn, brúnt, skoskt viskí, ilmandi og sterkt, kælt með jökulís þúsund ára gömlum og pressuðum þunga tímans og tonna af samþjöppuðum snjó. í ísmolanum voru litlir loftpollar og loftið úr þeim braust fram með lágum smellum og hvæsi, frystri tónlist aldanna og mynduðu léttan kontrapunkt við snarkið í eldinum. Þessa stundina var heimur Ivars aðeins til innan veggja kofans, með eld og ljós og mat og félagsskap Naiku. Þó vissi hann að innan seilingar var nóttin mettuð kulda, vindi og auðn. Hann lagði frá sér glasið og fór í yfirhöfn. Naika fylgdi fast á hæla hans út í gegnum snjógöngin, vetrarleiðina úr og í kofann. Þegar hann ýtti til hleranum yfir snjó- göngunum púðraði mjúksvöl krist- alsdrífa skegg haps og axlir. I suðri sá hann iðandi, grænleitan ljósaleik sem yfirskyggði stjörnurnar. Þetta græna ljósatjald bærðist fyrir fjarlægum vindi en Svartur og félagar hans sungu í kór gamla nístandi sam- hljóma sem eru eldri en maðurinn. Fölblá slæða kom í ljós í grænu slikjunni og varð að safírbláu sindri í smaragðsblikunni. Fíngerðir tópas- taumar sveifluðust gegnum ljósa- dýrðina. Svo fölnaði birtan og aðeins 107 samsöngur Svarts og kórfélaga hans minntu á þá dýrð sem var. Geislandi tungldiskurinn kom í ljós og yfir landið flæddi fíngerð silfurbirtan og mjúksvartir skuggar. Eitt gagntakandi andartak naut Ivar algleymis. Svo leið stundin hjá og hann var aleinn og kaldur, um- kringdur hrikalegri fegurð heim- skautanæturinnar. LISTIN AÐ LIFA Snemma á aðfangadagsmorgun tók Ivar saman föggur sínar og fermdi hundasleðann. Hann ætlaði til Kofaflóa og eyða jólunum með Fredrik. Þegar gengið hafði verið frá öllu og lagt á hundana, fór hann aftur inn í kofann. Hann hafði látið eldinn deyja út meðan hann var að vinna úti. Nú hlóð hann kolum og sprekum og tólg í snyrtilegan köst sem yrði næsti eldur hans. Galdurinn var sá að leggja grundvöll kastarins þannig, að ein eldspýta dygði til þess að kveikja í. Oftast nær þegar hann kom aftur til kofans var aðeins fjarska þægilegt að fá hitann upp í flýti; en hann gekk ekki þannig frá kestinum aðeins til þægindaauka; hann gekk ævinlega svona frá honum því það var aldrei að vita hvenær ein einasta eldspýta gat skilið milli lífs og dauða. Þegar þessu var lokið lagði hann af stað og komst fljótlega í takt við nóttina, hugurinn hálft í draumi, líkaminn svaraði kröfum ferðarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.