Úrval - 01.11.1977, Page 117

Úrval - 01.11.1977, Page 117
ÁRLANGUR DAGUR 115 hlaupið í átt til strandar sem hann trúði ekki lengur á. Hann hljóp án þess að líta upp frá skíðaslóðinni sinni, barði kuldadofn- um höndunum við bringu sér, hljóp og skegg hans var þykkur, hvítur dröngull af frosnum andardrætti, kílómetrum og klukkustundum saman hljóp hann þar til hann gat ekki hlaupið lengur. Þá leit hann upp og sá kofann. Heimili og eldur og líf var rétt framundan. Nokkur skref enn og hann var ekki lengur á hlaupum heldur lá upp að hurðinni, fálmaði eftir hespunni með tilfínninga- lausum höndum þangað til dyrnar opnuðust inn og hann hrataði inn í kofann. Hann hafði verið yfír tólf tíma fjarverandi og kofínn var ekki hlýrri en fjarðarísinn. Hann sparkaði upp eldavélinni og seildist eftir eldspýtustokknum á hillunni. Stokkurinn flaug ofan af hillu niður á gólf áður en Ivar gerði sér grein fyrir að hann hefði komið við hann. Hann kraup framan við eldavélina og teygði sig eftir stokknum. Hann lá á honum með annarri hendi til að halda honum kyrrum en ýtti á endann á honum með hinni hendinni þar til stokk- urinn opnaðist allur í einu og eld- spýturnar flugu út um gólf. En þegar hann reyndi að taka upp eina eldspýtu, gat hann ekki látið fingurna hlýða. Hann rak upp ósjálfrátt örvænt- ingaróp og barði höndunum við hnén hvað eftir annað. Og fann ekkert. Hann tók aftur til við eldspýturnar Loks uppgötvaði hann að hann gat tekið upp eldspýtu ef hann legði saman handarjaðrana eins og klunnalega töng. Hann lyfti eld- spýtustokknum þannig af mestu gætni og skorðaði hann milli hnjánna. Svo skorðaði hann eldspýtu af milli handarjaðranna og strauk henni við stokkinn. Hún brotnaði. Hægt og varlega tók hann aðra, strauk henni um stokkinn og sá hana detta. Þriðja eldspýtan datt í gólfíð — fjórða og fímmta. Hann hikaði aldrei eða gafst upp fyrir tilgangs- leysinu. Loks kviknaði á eldspýtu. Með ýtrustu gætni færði hann smáan logann inn í eldavélina. Loginn lenti í fínasta brenni. Hann hélt niðri í sér andanum af ótta við að minnsti gustur kynni að kæfa eldinn. Svo dökknaði ofurlítill spónn, sviðn- aði, varð að litlum, bláleitum loga. Fölar eldtungurnar flöktu, breiddust úr, brunnu rauðar og rauðgular og svo undursamlega gullnar og hitinn færðist yfir andlit hans eins og af rísandi sól. Hann lá kyrr á hnjánum fyrir framan eldavélina og undur eldsins spegluðust í augum hans. FULLKOMIÐ JAFNVÆGI Næstu þrjár vikur reikaði Ivar með fírðinum og skimaði eftir bjarn- dýrum á ísnum, sem nú varð sífellt minni og þynntist. Vikurnar liðu hratt og voru unaðslegar og lausar við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.