Úrval - 01.11.1977, Page 117
ÁRLANGUR DAGUR
115
hlaupið í átt til strandar sem hann
trúði ekki lengur á.
Hann hljóp án þess að líta upp frá
skíðaslóðinni sinni, barði kuldadofn-
um höndunum við bringu sér, hljóp
og skegg hans var þykkur, hvítur
dröngull af frosnum andardrætti,
kílómetrum og klukkustundum
saman hljóp hann þar til hann gat
ekki hlaupið lengur.
Þá leit hann upp og sá kofann.
Heimili og eldur og líf var rétt
framundan. Nokkur skref enn og
hann var ekki lengur á hlaupum
heldur lá upp að hurðinni, fálmaði
eftir hespunni með tilfínninga-
lausum höndum þangað til dyrnar
opnuðust inn og hann hrataði inn í
kofann. Hann hafði verið yfír tólf
tíma fjarverandi og kofínn var ekki
hlýrri en fjarðarísinn.
Hann sparkaði upp eldavélinni og
seildist eftir eldspýtustokknum á
hillunni. Stokkurinn flaug ofan af
hillu niður á gólf áður en Ivar gerði
sér grein fyrir að hann hefði komið
við hann. Hann kraup framan við
eldavélina og teygði sig eftir
stokknum. Hann lá á honum með
annarri hendi til að halda honum
kyrrum en ýtti á endann á honum
með hinni hendinni þar til stokk-
urinn opnaðist allur í einu og eld-
spýturnar flugu út um gólf. En þegar
hann reyndi að taka upp eina
eldspýtu, gat hann ekki látið
fingurna hlýða.
Hann rak upp ósjálfrátt örvænt-
ingaróp og barði höndunum við
hnén hvað eftir annað. Og fann
ekkert.
Hann tók aftur til við eldspýturnar
Loks uppgötvaði hann að hann gat
tekið upp eldspýtu ef hann legði
saman handarjaðrana eins og
klunnalega töng. Hann lyfti eld-
spýtustokknum þannig af mestu
gætni og skorðaði hann milli
hnjánna. Svo skorðaði hann eldspýtu
af milli handarjaðranna og strauk
henni við stokkinn. Hún brotnaði.
Hægt og varlega tók hann aðra,
strauk henni um stokkinn og sá hana
detta. Þriðja eldspýtan datt í gólfíð
— fjórða og fímmta. Hann hikaði
aldrei eða gafst upp fyrir tilgangs-
leysinu. Loks kviknaði á eldspýtu.
Með ýtrustu gætni færði hann
smáan logann inn í eldavélina.
Loginn lenti í fínasta brenni. Hann
hélt niðri í sér andanum af ótta við að
minnsti gustur kynni að kæfa eldinn.
Svo dökknaði ofurlítill spónn, sviðn-
aði, varð að litlum, bláleitum loga.
Fölar eldtungurnar flöktu, breiddust
úr, brunnu rauðar og rauðgular og
svo undursamlega gullnar og hitinn
færðist yfir andlit hans eins og af
rísandi sól. Hann lá kyrr á hnjánum
fyrir framan eldavélina og undur
eldsins spegluðust í augum hans.
FULLKOMIÐ JAFNVÆGI
Næstu þrjár vikur reikaði Ivar með
fírðinum og skimaði eftir bjarn-
dýrum á ísnum, sem nú varð sífellt
minni og þynntist. Vikurnar liðu
hratt og voru unaðslegar og lausar við