Úrval - 01.11.1977, Side 120
118
ÚRVAL
Nú liggja fyrir sannfærandi vísmdalegar
sannanir fyrirþeim fornu sögum, að einu sinni í
fyrndinni hafi skollið á mikið flóð um allan
heim.
NOI,
FLÖÐIÐ OG VÍSINDIN
— Fred Warshofsky —
rásögn biblíunnar af
miklu flóði sem skall yfír
p. allan heiminn er hluti af
þjóðsögum og munn-
........^ mælum næstum allra
menningarsamfélaga jarðarinnar.
Jafnvel þjóðflokkar sem búa fjarri
hafinu, — Hopi-Indjánarnir í suð-
vestur Ameríku, Inkarnir hátt uppi í
Andesfjöllum Perú — eiga sögur um
mikið flóð sem skolaðist yflr land
þeirra, huldi fjallatindana og þurrk-
aði út mestan hluta lífs á jörðinni.
Frcd Warshofsky cr athyglisverður höfundur
sem rannsakað hefur marga atburði sem
gamlar sagnir segja frá, í Ijósi nútíma vísinda.
Þeim, sem áhuga hafa, skal bent á útdrátt úr
bók hans, Þegar himinninn rigndi eldi, sem
birtist í janúarhefti Úrvals 1976.
En gegnum árin hefur þjóðsagan
um flóðið verið ein af umdeildustu
sögum Biblíunnar. Flestir vísinda-
menn hafa sæst á að hún byggist á
viðburði sem átt hafi sér stað á
afmörkuðu svæði — á hafi flætt,
fellibylur komið eða hvirfilbylur —
er síðan hafi margfaldast í frásögn-
inni, lifað sem helgisögn og loks fest
sig í sessi sem hetjusögn fornalda. En
nú hafa komið fram sannanir sem
renna stoðum undir að flóðið hafi
raunverulega áttsérstað. Þessi óvænta
niðurstaða er sprottin af óháðum
könnunum tveggja ólíkra vísinda-
greina, eins og nú mun verða greint
frá: Jarðfræðinga, sem hafa rannsak-
að skeljar örsmárra lífvera, sem til
voru þegar ósköpin dundu yfir fyrir