Úrval - 01.11.1977, Síða 127
125
nefnum við eyðingarstöðina í Moskvu
sem upphaflega var stofnuð í
Kúrtsjatof-kjarnorkuvísindastofnun-
inni. Lágvirkur vökvaúrgangur, sem
aðallega kemur frá rannsóknarstofn-
unum, er gerður óvirkur með því að
fjarlægja svo til öll efni sem í honum
em, uppleyst eða óuppleyst. Til þess
em notaðar aðferðir sem byggjast á
ýmiskonar tækni, svo sem jónaskipt-
um, storknun og líffræðilegri tækni.
Að jafnaði em 250 rúmmetrar af
úrgangi meðhöndlaðir daglega. Há-
marksgeislavirkni úrgangsefnanna
má vera 10-6 curie/lítra.
Isótóparnir sem teknir em út
safnast saman í botnfallinu og í
endurnýjuðum upplausnum jóna-
skiptasíunnar. Upplausnirnar em
síðan dregnar saman með uppgufun
og miðflóttaafli. Lokamagn upp-
lausnarinnar er aldrei meira en 0,4%
af magni vökvaúrgangsins. Þetta
hreina vatn er síðan látið renna út í
Moskvu-ána.
Öll þessi meðhöndlun er fjarstýrð
og fer í gegnum 25 ólík rannsóknar-
kerfi. Annað atriði sem skiptir miklu
máli í sámbandi við öryggisráðstaf-
anir em geislamælingar á starfsliði og
húsakynnum.
Hávirkur úrgangur, sem kemur frá
tilraunakjarnaofnum og eyddum
kóbaltbirgðum, er meðhöndlaður á
Miðstöð öryggis gegn geislavirkni,
sem starfrækt er af borgaryfirvöldum
í Moskvu. Tæknin við þá meðhöndl-
un felur einnig í sér brennslu,
pressun og bikun. Brennslan fer fram
x 160 kw rafmagnsofni sem getur
brennt 70 kg af úrgangi á klukku-
tíma. Föst efni eins og brotajárn eða
fatnaður em sett í pressun. Þrýst-
ingurinn nemur 200 kg á fersenti-
meter og hefur í för með sér tvö- til
tífalda samþjöppun efnisins, og slíka
meðhöndlun er hægt að veita 0,75 af
úrgangi á klst. Bikunartækin geta
meðhöndlað 300 lítra á klst. Gildi
bikunar er fólgið í því að hún veitir
aukið öryggi gegn þeim fjarlæga
möguleika að geislavirkur úrgangur
komist í jarðvegsvatn.