Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 128
126
URVAL
Bæði vökvaúrgangur og föst
úrgangsefni eru flutt til eyðingar-
stöðvanna í sérstökum, vel vörðum
vögnum, sem aka í lest með fylgd
vélhjólasveita til þess að koma í veg
fyrir að slys verði á leiðinni.
Geymarnir sem vökvaúrgangurinn er
fluttur í taka 3,5 rúmmetra. Föstu
efnin eru flutt í plastgámum, og eru
30 50-lítra gámar í hverjum vagni.
Þegar um hávirk úrgangsefni er að
ræða, eru gámarnir varðir með 100
mm þykkum steypujárnsplötum.
Fljótandi úrgangsefnum hefur
einnig verið dælt í djúpar borholur,
eins og gert var í kjarnorkustöðinni í
Dimitrovgrad.
í stuttu máli sagt er litið svo á, að í
Sovétríkjunum hafi fundist lausn á
eyðingarvandamáli lág- og miðvirkra
úrgangsefna, þótt Dr. Andranik
Petrosjants, yfirmaður sovésku ríkis-
nefndarinnar sem fjallar um nýtingu
kjarnorku haldi því fram að það geti
enn tekið 10-15 ár þar til unnt verður
að ákvarða hve nálægt kjarnorku-
verunum beri að hafa eyðingarstöðv-
arnar.
Sovéskir vísindamenn lýstu nokkr-
um af þeim tækniaðferðum sem þeir
hafa fundið upp til að eyða geisla-
virkum úrgangsefnum á ráðstefnu
sérfræðinga á þessu sviði, sem haldin
var í Dubna í nágrenni Moskvu, á
vegum Alþjóðlegu kjarnorkunefnd-
arinnar. Sovéskir ræðumenn á ráð-
stefnunni gagnrýndu harðlega þá
aðferð að fleygja geislavirkum úr-
gangsefnum í sjóinn, eins og vitað er
að gert er frá sumum löndum.
Sovéskir vísindamenn telja að þessi
aðferð geti verið hættuleg heilsu
manna.
Enn er þó ekki fundin endanleg
lausn á vandamálum í sambandi við
eyðingu hávirkra úrgangsefna, né
heldur á meðhöndlun geislavirkra
úrgangsefna í framríðinni þegar
kjarnorkuver verða miklu algengari
en nú er.
Ein af aðferðunum sem notuð er í
Sovétríkjunum við eyðingu hávirkra
efna er að grafa þau í sérstökum
gámum 1 djúpum gryfjum sem
þiljaðar eru með ryðfríu stáli og
umkringdar járnbentri steinsteypu.
Sérstakar ráðstafanir em gerðar til að
tryggja að gryfjurnar leki ekki og vatn
komist ekki í þær, þar eð vatn er
stundum -erfiðara viðfangs en geisla-
virk úrgangsefni.
Sovéskir vísindamenn rannsaka nú
einnig möguleikann á því að nota
friðsamlegar kjarnorkusprengingar til
þess að skapa hæfilegt geymslurými í
neðanjarðarlögum af steinsalti. Sjálf
tilvera steinsaltsins er að sjálfsögðu
trygging fyrir því að ekkert vatn hefur
komist að þessum lögum í hundmð
milljónir ára.
Þegar á heildina er litið vísa
sovéskir vísindamenn á bug öllum
ótta við að kjarnorkuverin eða
eyðingarstöðvarnar komi til með að
valda geislavirkri mengun í andrúms-
loftinu. Þeir em sannfærðir um að
kjarnorkuver núrímans og þau
mannvirki sem þeim em tengd, séu