Úrval - 01.11.1977, Page 129
EYDING GEISLAVIRKS ÚRGANGS ISOVÉTRÍKJUNUM
127
fullkomlega hættulaus svo framar-
lega sem þau eru hönnuð og
starfrækt á réttan hátt. Þessi
mannvirki hafa meira að segja þann
kost að þau valda alls engri mengun í
andrúmsloftinu.
Hvað snertir möguleika á hita-
mengun, segir sovéski sérfræðingur-
inn Dr. M.Styrikovits, er nauðsynlegt
að gera vissar varúðarráðstafanir
þegar kjarnorkuver em á bökkum
fljóta, sem renna til hafs, í því skyni
að koma í veg fyrir að viðkvæmt
hitajafnvægi náttúmnnar verði fyrir
hnjaski. En Dr. Styrikovits sér ekki
neina hætm fólgna í því að hafa
kjarnorkuver á bökkum stöðuvatna.
Ef hitastig vatnsins hækkar við það
um nokkur stig verður það aðeins til
góðs í hinu tiltölulega kalda loftslagi
sem ríkir í Sovétríkjunum. Það
myndi örva fiskalífíð í viðkomandi
stöðuvatni og gera íbúum svæðisins
lífíð ánægjulegra.
Að lokum má geta þess, að ýmsir
frægir sovéskir vísindamenn, þeirra á
meðal eðlisfræðingurinn Dr. Gersh
Budker og eldflaugasérfræðingurinn
Dr. Valentin Glushko, telja að
framríðarlausn á eyðingarvandamál-
inu verði fólgin í geimtækni.
Geislavirk úrgangsefni segja þeir,
munu verða flutt til fíarlægra hnatta
með eldflaugum og þar að auki
kemur að því að sjálf orkuverin verða
reist á öðmm stjörnum, eins og til
dæmis á tunglinu. Geimvísindin
munu að áliti þessara vísindamanna
gera jörðina að miklu hreinlegri
dvalarstað, og að lokum losa okkur
við öll hættuleg iðnfyrirtæki. Og Dr.
Budker er sannfærður um að þetta
muni gerast miklu fyrr en okkur órar
fyrir nú....
^Völuijdartiúsið