Úrval - 01.01.1979, Side 7
4
ÚRVAL
TAJ MAHAL BEINT FRAM UNDAN
5
Indlandi — og auðvitað Kína — voru
ekki mín hugmynd um stríð. Hvar
voru gunnfánarnir og strípurnar,
einkennisbúningar glitrandi af
heiðursmerkjum og andskotans
óvinurinn? Mitt litla stríð var ekki
háð beinlínis gegn yfirlýstum
óvinum, heldur hrörlegri C-87
vöruflutningavél — The Gremlin
Castle.
Á þessari sérstöku ferð hafði The
Gremlin Castle komið sér upp
sérstökum titringi yfir Suður-
Atlandshafinu. Þetta lagaðist af sjálfu
sér meðan við vorum á leið yfir
Afríku, en minnti okkur á sig
endrum og eins. Og á leið til staðar
sem heitir Salalah kom hann aftur
sterkari en nokkru sinni fyrir. Hreyfill
nr. 2 framleiddi svakalegan hávaða og
við urðum að drepa á honum.
Það var ekkert alvarlegt að missa
einn mótor, því eldsneytið var á
þrotum hvoa sem var og við vorum
farnir að lækka okkur, en það var
einum of margt að The Gremlin
Castle. Trú mín á C-87 var næstum
þorrin.
Þegar við vorum komnir í aðflugs-
stefnu, var röðin komin að
flugvélstjóranum mínum að varpa
öndinni mæðulega. Eftir þann
hávaða, sem fylgir þvf að setja
lendingarhjólin niður, tilkynnti
Hogarty: „Helvítis nefhjólið er fast
einu sinni enn!” Einu sinni enn
þurfti hann að skreiðast ofan í
smáhólfið fremst í nefinu, fá yfir sig
megnið af loftstraumnum og sparka
nógu fast í nefhjólið til að það dytti
niður og læstist.
Ég fann til þungrar sektarkenndar.
Sem flugstjóra bar mér að vera þar
sem ég var. En ég hafði megnustu
óbeit á að senda einhvern í hættuför
án þess minnsta kosti að geta farið
með honum. Ég flaug í hringi meðan
Hogarty fór að sparka í hjólið, og
heyrði hjólið skellast í læsingu. Ég
ákvað að bjóða Hogarty í glas næst
þegar við kæmumst í námunda við
bar.
Það tók allan morguninn að gera
við mótorinn, og svo lögðum við á
stað áfram austur, til Karachi. Næsta
dag flugum við til Chabua í Assam,
þar sem afburða tæknimenn gerðu
sitt besta til að gera The Gremlin
Castle flughæfan enn um sinn. Loks
fengum við fyrirskipun um að snúa
aftur til Brasilíu um Agra í Indlandi,
einn heitasta stað í heimi.
Við vorum að sveima yfir Agra fyrir
lendingu, þegar við sáum niður á Taj
Mahal, og við hrópuðum allir upp
yfir okkur af hrifningu yfir þessu
mannvirki, eins og það blasti við úr
lofti. Ég tók eftir því af vana, án þess
að skeyta því þó sérstaklega, að
flugbrautin var næstum í beinni
stefnu afþessu listaverki. Við flugum
niður í sjóðandi hitann, og ég var
með hugann við áhrif hans á loft-
dýnnamíska hæfni flugvéla almennt.
Ég vissi, að við flugtak myndum við
þurfa langa flugbraut.
Þar sem flug okkar áfram til
Karachi tók aðeins fjóra ríma, mælti
ég svo fyrir að ekki yrði sett nema rétt
rúmlega það eldsneyti á vélina sem
með þurfti til þess flugs og smávegis
til vara — Alls um 3000 lítra. Mér var
mjög í mun að komast úr steikjandi