Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 9

Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 9
TAJMAHAL BEINT FRAM UNDAN 7 myndi kannski skríða fram hjá aðalbyggingunni, en örugglega sníða í gegnum bænaturnana í kring. Og sérhver snögg beygja þýddi ekkert annað en hrap. Aðeins sekúndur voru eftir. Ég var örvita. Ég tók æðisgengna ákvörðun. Ég efaðist um að nokkur hefði nokkru sinni reynt þetta á C-87, örugglega ekki svona nærri jörð Hraðinn var okkur lífsnauðsyn — án hans hefðum við hrapað eins og steinn. Við gátum ekki beint vélinni niður til að auka hraðann og mótorarnir voru þegar á útopnu. En samt, það sem ég ákvað að gera, myndi örugglega draga úr hraðanum. „Hogarty, gefðu mér fulla flappa!” Hogarty, þessi öðlingur, hlýddi undir eins. Afleiðingin var næstum eins taugatrekkjandi og að horfa fram úr vélinni. Það var eins og flugvélin rækist á þéttan vegg þegar flapparnir fóru niður. Mér gafst ekki tóm til nokkurra viðbragða, þegar svera, brúna nefið þeyttist upp á við. Við risum nærri beint upp, eins og í lyftu. Ég sá í svip að það var verið að gera við Taj Mahal. Ég sá bambusvinnu- pallana milli bænaturnanna. Ég sá undrandi augu verkamannanna, sá glytta í tennurnar á þeim þegar munnarnir opnuðust, sá hvernig vefjarhettirnir þeirra voru undnir og þeir héldu höndunum fram fyrir sig í undrun, þar sem skrímslið öskraði aðeins fáeina metra yfir höfðum þeirra. Svo, eins og blaði er flett í bók, vorum við komnir fram hjá og þegar farnir að hrapa í lokastalli. Ég stakk nefinu niður, því svæðið bak við Taj Mahal var flatt og gróðurlaust og hlaut að hafa eitthvert uppstreymi frá hitanum. Ég bað Hogarty að smáminnka flappana. Smáma saman, með því að beita allri minni fortöluhæfni tókst mér að fá The Gremlin Castel til að þiggja boð mitt um að fljúga. Það var eins og að lokka akfeita og blindfulla kerlingarhlussu til að klífa aftur upp alla stigana sem hún var nýbúin að velta niður. Að lokum höfðum við tosast upp í 1000 fet. Ég smásneri nefí The Gremlin Castel í áttina til Karachi. Þar komumst við að því, hvers vegna vélin hagaði sér svona. Eitt einkenni flugvéla af þessari tegund var það hve óáreiðanlegir eldsneytismælarnir voru. Við höfðum aldrei treyst þeim. Og þeir sem settu eldsneyti á vélina höfðu heldur betur misskilið fyrir- mæli mín. Þeir höfðu bætt 3000 lítrum við það eldsneyti, sem þegar var um borð, og þar með aukið þyngd vélarinnar um þrjú tonn — til viðbótar hvaða óskynsamlegri þyngd sem var nú á þessu drasli sem við vorum að flytja. Þessi keðja heimsku- para, með mín í fararbroddi, hafði nærri kostað mestu og verstu spjöll á einu einstöku listaverki í allri sfðari heimsstyrjöldinni. Einhvern veginn baslaðist The Gremlin Castle heim til Brasilíu. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.