Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 28

Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 28
26 ÚRVAL dálítil rykský þyrluðust upp. Hann skálmaði að hásæti til hliðar á sviðinu og settist. Nú beið hann, ásamt okkur, eftir hinni konunglegu skemmtun. Nú breyttist tónlistin í þá tónlist sem litlar mýs dansa eftir, eða að minnsta kosti löng röð af litlu fólki, þriggja til fjögurra ára, sem var klætt eins og mýs í gráan galla með stórum eyrum og dálitlum skottum. Þessar mýs komu dansandi upp á sviðið og hélt hver um mittið á þeirri á undan. Tónlistin varð draugaleg og litlu mýsnar lituðust flóttaleg um. Allt í einu kom stór og illúðlegur köttur utan úr horni og gerði sig illskulegan; sendi blóðþyrst vígtanna- glott fram í salinn. Sum barnanna minna púuðu. Þegar kattarskrattinn fór svo að æsast innan um mýsnar og hlaupa smáspöl á eftir einni eftir aðra, fór ein pínulítil mús allt í einu að hljóða ótrúlega raunverulegum hljóðum og hentist niður þrepin af sviðinu 'og gangveginn milli áhorfendanna. Miðja vega upp með þessum gangi stökk fram kona — sem síðar reyndist móðir músarinnar — og greip mýslu í fangið til að hugga hana og róa. En mýsla litla hélt áfram að hljóða og gráta, og ljóti, stóri kötturinn stóð grafkyrr fremst á sviðinu og horfði hryggur og dolfallinn fram í salinn. Svo var tjaldið látið falla og viðstaddir klöppuðu einhver ósköp. Þegar dregið var frá aftur, höfðu leikfimismottur verið lagðar á sviðið, og plöturspilarinn gaf frá sér tónlist af því tagi, sem feitar, hálfstálpaða stelpur iðka leikfimi eftir. Feit leikfimisstelpa kom fram og fór nokkur höfuðstökk og sýndi handahlaup. Loks hljóðnaði tónlistin og stelpan kjagaði fram á sviðsbrún, kraup á annað hnéð og lyfti upp höndunum til að taka á móti fagnaðarlátunum. En rétt sem fagnaðarlætin hófust, hófst músíkin aftur. Sá sem átti að passa plöturspilarann hafði víst vikið sér frá og líka sá, sem átti að passa tjaldið. En stelpan var sannur stríðsmaður og nú spratt hún á fætur og stökk og veltist um allt svið. Tónlistin hélt áfram og áfram og hún velti sér og velti og sendi biðjandi augnaráð út af sviðinu, þangað sem músíkinni var stjórnað. Allt í einu snögghljóðnaði músíkin í miðjum tóni og tjaldið sveiflaðist fyrir. Viðstaddir fögnuðu ákaft. Nú kom þess konar músík sem rússneskir kotungar dansa eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.