Úrval - 01.01.1979, Page 29

Úrval - 01.01.1979, Page 29
ÉG ÞEKKl ÞAÐ SEM ER STÓRKOSTLEGT ÞEGAR ÉG SÉ ÞAÐ 27 Rússnesku kotungarnir voru hún fallega, ljóshærða ellefu ára dóttir mín og Barbara vinkona hennar. Músíkin var mjög hröð og þær voru mjög fótafimar, en ég heyrði ekkert fótatak. ,,Hvað er þetta?” hvíslaði ég að konu minni. , ,Hún steppar og það heyrist ekkert stepp! ’ ’ „Dýrnurnar,” svaraði kona mín og var mikið niðri fyrir. ,,Þeir hafa gleymt að taka dýnurnar upp! ,, Þetr hafa gleymt að taka dýnurnar upp!" endurtók ég háum rómi út í myrkrið, ef þetta hefði farið fram hjá fleiri en mér. ,,Sjáið bara hve þær eru fimar, og sjáið hvernig þær brosa! Þær eru stórkostlegar! ’ ’ Hlátur. Tjaldið féll. Fagnaðarlæti. Þögnin varð eftirvæntingarfull og áköf — fólk sem alls ekki hafði langað til að koma hingað gat varla beðið eftir því sem kæmi næst. Þegar tjaldið fór frá næst spilað plötuspilarinn músík sem sirkushestar leika listir sínar við, og hópur af fallegum 10-12 ára sirkushestum — dóttir mína þar á meðal — kom töltandi upp á sviðið. Hestarnir voru með stórar silfurfjaðrir á höfðunum og eftir því sem þeir töltu, brokkuðu og valhoppuðu um sviðið snörðuðust fjaðrirnar ofan í andlitin á þeim, svo þeir urðu að ýta þeim aftur upp á kollana til að sjá fram fyrir sig. Þeir voru líka með tögl og í pilsum með kögri, og stundum þurftu þeir að hneygja sig og jafnvel út á hlið í dansinum. Það var ekki nógu langt á milli dóttur minnar og hrossins á eftir henni, svo í hverri hneygingu þegar hossið á eftir ýtti fjöðrinni sinni upp á kollinn, skall taglið á dóttur minni og kögrið á pilsinu hennar framan 1 hrossið á eftir. Þetta gerðist hvað eftir annað, og olli talsvert mikilli illa dulinni kátínu meðal áhorfenda, sér- staklega meðal barnanna minna. En hrossið á eftir dótturinni var ekki ánægt. Svo hún teygði fram hendurnar, greip um taglið á dóttur minni, rykkti því af og fleygði því út í horn. Þetta líkaði dóttur minni illa. Hún sneri sér við, kippti taglinu af óvinveitta hrossinu, barði það ofan yfir silfurfjöðrina með því og fleygði því svo út í horn. Nú slepptu viðstaddir allri gervikurteisi, og húsið titraði af hlátursöskrum. Nú gaf tónlistin úr plötu- spilaranum til kynna að komið væri að lokum þessara skemmtunar. Tjaldið fór frá og sviðið fylltist af dansandi músum, kotungum, ketti og feitri fimleikastelpu. Konungurinn, sem þessi skemmtun öll var til dýrðar, reis úr hásæti sínu gekk fram á milli dansandi þegna sinna og lét sjá á svip sínum að hans konunglega tign væri vel ánægður með skemmtanina. Ekki leið á löngu þar til slóðinn, sem lafði aftur af honum var fullur af dansandi smádýrum sem voru svo niðursokkinn í dansinn að þau gerðu sér ekki grein fyrir að þau tróðu á slóða konungsins. Þegar hann reyndi að ryðja sér braut fram á sviðsbrúnina miðja, gat hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.