Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 29
ÉG ÞEKKl ÞAÐ SEM ER STÓRKOSTLEGT ÞEGAR ÉG SÉ ÞAÐ
27
Rússnesku kotungarnir voru hún
fallega, ljóshærða ellefu ára dóttir
mín og Barbara vinkona hennar.
Músíkin var mjög hröð og þær voru
mjög fótafimar, en ég heyrði ekkert
fótatak. ,,Hvað er þetta?” hvíslaði ég
að konu minni. , ,Hún steppar og það
heyrist ekkert stepp! ’ ’
„Dýrnurnar,” svaraði kona mín og
var mikið niðri fyrir. ,,Þeir hafa
gleymt að taka dýnurnar upp!
,, Þetr hafa gleymt að taka
dýnurnar upp!" endurtók ég háum
rómi út í myrkrið, ef þetta hefði farið
fram hjá fleiri en mér. ,,Sjáið bara
hve þær eru fimar, og sjáið hvernig
þær brosa! Þær eru stórkostlegar! ’ ’
Hlátur. Tjaldið féll. Fagnaðarlæti.
Þögnin varð eftirvæntingarfull og
áköf — fólk sem alls ekki hafði
langað til að koma hingað gat varla
beðið eftir því sem kæmi næst.
Þegar tjaldið fór frá næst spilað
plötuspilarinn músík sem sirkushestar
leika listir sínar við, og hópur af
fallegum 10-12 ára sirkushestum —
dóttir mína þar á meðal — kom
töltandi upp á sviðið. Hestarnir voru
með stórar silfurfjaðrir á höfðunum
og eftir því sem þeir töltu, brokkuðu
og valhoppuðu um sviðið snörðuðust
fjaðrirnar ofan í andlitin á þeim, svo
þeir urðu að ýta þeim aftur upp á
kollana til að sjá fram fyrir sig. Þeir
voru líka með tögl og í pilsum með
kögri, og stundum þurftu þeir að
hneygja sig og jafnvel út á hlið í
dansinum.
Það var ekki nógu langt á milli
dóttur minnar og hrossins á eftir
henni, svo í hverri hneygingu þegar
hossið á eftir ýtti fjöðrinni sinni upp á
kollinn, skall taglið á dóttur minni og
kögrið á pilsinu hennar framan 1
hrossið á eftir. Þetta gerðist hvað eftir
annað, og olli talsvert mikilli illa
dulinni kátínu meðal áhorfenda, sér-
staklega meðal barnanna minna. En
hrossið á eftir dótturinni var ekki
ánægt. Svo hún teygði fram
hendurnar, greip um taglið á dóttur
minni, rykkti því af og fleygði því út í
horn. Þetta líkaði dóttur minni illa.
Hún sneri sér við, kippti taglinu af
óvinveitta hrossinu, barði það ofan
yfir silfurfjöðrina með því og fleygði
því svo út í horn. Nú slepptu
viðstaddir allri gervikurteisi, og húsið
titraði af hlátursöskrum.
Nú gaf tónlistin úr plötu-
spilaranum til kynna að komið væri
að lokum þessara skemmtunar.
Tjaldið fór frá og sviðið fylltist af
dansandi músum, kotungum, ketti
og feitri fimleikastelpu.
Konungurinn, sem þessi skemmtun
öll var til dýrðar, reis úr hásæti sínu
gekk fram á milli dansandi þegna
sinna og lét sjá á svip sínum að hans
konunglega tign væri vel ánægður
með skemmtanina. Ekki leið á löngu
þar til slóðinn, sem lafði aftur af
honum var fullur af dansandi
smádýrum sem voru svo niðursokkinn
í dansinn að þau gerðu sér ekki grein
fyrir að þau tróðu á slóða konungsins.
Þegar hann reyndi að ryðja sér braut
fram á sviðsbrúnina miðja, gat hann