Úrval - 01.01.1979, Side 37

Úrval - 01.01.1979, Side 37
FÍLLINN GERDA OG EPLID ÓÞÆGA 35 að dæla vatni og glúkósu eins langt og ég gat inn í þarma hennar með plastslöngu og brunadælu sírkussins. Þetta var seinlegt og óþrifalegt verk, og aðeins lítið eitt tolldi í henni. Fimmta daginn var farið að halla verulega undan fæti fyrir skepnunni. Eg fékk mér gönguferð eftir ströndinni þennan morgun og hugsaði mikið og stíft. Svo tók ég ákvörðun. Eg ætiaði að deyfa Gerðu lítið eitt og reka kanna, langa, hola leðurhulsu með kúlulaga koparenda, ofan í hana og láta arka auðnu. Ég gaf fílnum stóran skammt af acetyl promazine, sem er sterkt deyfileyf. Eftir hálftíma eða svo seig hún niður og lagðist, ennþá slefandi, á hliðina. Herr Hopfer togaði í efri kjammann og aðstoðarmaður okkar í þann neðri. Ég þrýsti kannanum, vel smuðum með lýsi, ofan í kokið á Gerðu. Tvö fet hurfu ofan í hana, en svo stóð kanninn fastur. Ég setti merki á hulsuna, dró hana út og mældi fyrir með henni utan á dýrinu. Merkið á henni sýndi mér, að eplið stóð fast þar sem vélindað liggur yfir stóra hjartað. Ég varð að böðla kannanum áfram. Ég renndi honum ofan í dýrið og komst aftur að fyrirstöðunni. Ef ég tæki nú á, gat það stöðvað hjartað. Það gat sprengt vélindað og eplið borist inn í brjóstholið. Eða þetta gæti heppnast. Ég beit á jaxlinn, og þyngdi stöðugt takið á kannanum. Allt í einu tók hann að skríða áfram. Eitthvað hafðilátið undan. Hafði eplið hreyfst, eða skoppaði það nú á lungunum með stórt, gapandi gat á vélindanu við hliðina á sér? Ég dró kannan ofurhægt út úr skepnunni þar til koparendinn kom í ljós. Hann var þakinn glæru slími og leifum að bananamauki, en það var ekkert blóð á honum. Það var óbærileg bið að bíða þess að deyfilyfið hætti að verka. En loks, klukkan um níu um kvöldið, skjögraði Gerða á fætur. Ég hrópaði eftir fötu af heytei (nýslegnu grasi í heitu vatni) og setti hana fyrir framan Gerðu. Hún bærði ranann máttleysislega. Ég greip hann og stakk honum ofan í fötuna. Fatan hálftæmdist. Svo sveigði Gerða máttvana og óstyrkan ranann upp í sig og sprautaði úr honum. Ég sá stríkka á hálsvöðvunum. Svo sá ég gúl færast niður eftir hálsinum á henni. Hún hafði rennt niður. Við biðum, stjarfir eins og styttur. Heyteið kom ekki til baka. „Banana, banana!” öskraði ég. Herr Hopfer hljóp eftir knippi af banönum. Ég stakk banana beint upp 1 dýrið, án þess að afhýða hann. Glúbb! Hann hvarf. Þótt máttfarin væri, teygði hún sig með ákefð eftir meiri banönum. Þessa nótt vakti ég hjá Gerðu, til þess að ganga sjálfur úr skugga um að hún fengi ekki of mikið fóður eða vatn, meðan hún væri að byggja upp það sem hún hafði tapað. I dögun var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.