Úrval - 01.01.1979, Page 80

Úrval - 01.01.1979, Page 80
78 ÚRVAL þróa ailt sitt samband, þar með talið kynmök þess. Það er ólíklegt að karl og kona geti gert það, nema þau leitist verulega við að auka gleði sína af kynmökunum. Á hinn bóginn er ekki líklegt að samtenging kyn- færanna muni til lengdar vera mjög gleðileg, ef hjónin gleyma að stefna sífellt að varanleika, að helga sig því af öllu hjarta að laða í hvívetna það besta fram hvort í öðm. Kynferðisleg tryggð þýðir þá að auðga og víkka kynsambandið með maka sínum, án tiliitis til þess hve mörg vonbrigði og bakslög koma fyrir. Hinn tryggi elskandi sýnir stöðuga viðleitni til að auka kynhæfni sína og skilning — sérstaklega með því að læra af viðbrögðum maka síns. Hann leitast stöðugt við að bæta og fága getu sína til að veita maka sínum nautn. Hann þróar getu sína til að veita blíðu, og sérstaklega hæfileika sinn til að veita örvun með blíðu. Samtímis leitast hann við að opna djúp sálar sinnar, með allri viðkvæmni þess og öllum veikleika, svo að maki hans megi skynja þörf hans fyrir blíðu og umhyggju, ást og skilning — sérstaklega þegar þessir eiginleikar eru túlkaðir með atlotum, kossi, snertingu, snertingu milli hlýrra og örvaðra líkama. Enginn er fæddur með svo fágaða getu. Næmleikinn og hæfileikinn til að verða samhæfðir bólfélagar kemur aðeins með þjálfun, tilraunum og mistökum, og með hæfileikanum til að geta brosað að mistökunum, — og auðvitað af því að makinn feli ekki viðbrögð sín. Elskandinn þarfnast þess að honum sé sagt hvað hann gerir rétt og hvað rangt. Trúnaður þýðir þá, að elskandinn biður um — já, krefst — þannig leiðbeiningar, en á þann hátt, að unun sé að fylgja fyrirmælunum, hvort sem þau eru gefin með orðum eða athöfnum. Á sama hátt leitast hinn tryggi elskandi við að tjá, leiðbeina, leiðrétta, leiða maka sinn á þann hátt að það auðgi fremur en rýri hið mikilsverða sjálfsálit. Til þess þarf næmleika, nærfærni og hlýju, og getuna til að tjá nákvæmlega það sem maður meinar. Þess háttar tjáskipti eru oft ekki auðveid, þegar umfjöllunarefnið er jafn viðkvæmt og eðlislægt og kynmök. En ef karl og kona eru ekki heilshugar í því að hjálpast að við að auka þess háttar leikni, ætti ef til vill ekki að tala um tryggð í hjónabandi þeirra. Hinn tryggi elskandi hefur heitið því að stefna jafnt og þétt að næmari skilningi á líffræði maka síns. Karlinn getur haft bærilega þekkingu á líffræði konunnar yfirleitt en verið gersamlega fávís um líffræði eigin- konu sinnar. Og ef hann túlkar ekki tryggð sem skyldu sína til að kanna líkama hennar og viðbrögð hans með blíðu og nærfærni, verður hann alltaf jafn fávís. Vegna þess að það er viðtekinn skiiningur að viðbrögð karlsins séu augljósari en konunnar, getur konan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.