Úrval - 01.01.1979, Síða 80
78
ÚRVAL
þróa ailt sitt samband, þar með talið
kynmök þess.
Það er ólíklegt að karl og kona geti
gert það, nema þau leitist verulega
við að auka gleði sína af
kynmökunum. Á hinn bóginn er
ekki líklegt að samtenging kyn-
færanna muni til lengdar vera mjög
gleðileg, ef hjónin gleyma að stefna
sífellt að varanleika, að helga sig því
af öllu hjarta að laða í hvívetna það
besta fram hvort í öðm.
Kynferðisleg tryggð þýðir þá að
auðga og víkka kynsambandið með
maka sínum, án tiliitis til þess hve
mörg vonbrigði og bakslög koma
fyrir. Hinn tryggi elskandi sýnir
stöðuga viðleitni til að auka kynhæfni
sína og skilning — sérstaklega með
því að læra af viðbrögðum maka síns.
Hann leitast stöðugt við að bæta og
fága getu sína til að veita maka sínum
nautn. Hann þróar getu sína til að
veita blíðu, og sérstaklega hæfileika
sinn til að veita örvun með blíðu.
Samtímis leitast hann við að opna
djúp sálar sinnar, með allri
viðkvæmni þess og öllum veikleika,
svo að maki hans megi skynja þörf
hans fyrir blíðu og umhyggju, ást og
skilning — sérstaklega þegar þessir
eiginleikar eru túlkaðir með atlotum,
kossi, snertingu, snertingu milli
hlýrra og örvaðra líkama.
Enginn er fæddur með svo fágaða
getu. Næmleikinn og hæfileikinn til
að verða samhæfðir bólfélagar kemur
aðeins með þjálfun, tilraunum og
mistökum, og með hæfileikanum til
að geta brosað að mistökunum, — og
auðvitað af því að makinn feli ekki
viðbrögð sín. Elskandinn þarfnast
þess að honum sé sagt hvað hann
gerir rétt og hvað rangt. Trúnaður
þýðir þá, að elskandinn biður um —
já, krefst — þannig leiðbeiningar, en
á þann hátt, að unun sé að fylgja
fyrirmælunum, hvort sem þau eru
gefin með orðum eða athöfnum.
Á sama hátt leitast hinn tryggi
elskandi við að tjá, leiðbeina,
leiðrétta, leiða maka sinn á þann hátt
að það auðgi fremur en rýri hið
mikilsverða sjálfsálit. Til þess þarf
næmleika, nærfærni og hlýju, og
getuna til að tjá nákvæmlega það sem
maður meinar. Þess háttar tjáskipti
eru oft ekki auðveid, þegar
umfjöllunarefnið er jafn viðkvæmt og
eðlislægt og kynmök. En ef karl og
kona eru ekki heilshugar í því að
hjálpast að við að auka þess háttar
leikni, ætti ef til vill ekki að tala um
tryggð í hjónabandi þeirra.
Hinn tryggi elskandi hefur heitið
því að stefna jafnt og þétt að næmari
skilningi á líffræði maka síns. Karlinn
getur haft bærilega þekkingu á
líffræði konunnar yfirleitt en verið
gersamlega fávís um líffræði eigin-
konu sinnar. Og ef hann túlkar ekki
tryggð sem skyldu sína til að kanna
líkama hennar og viðbrögð hans með
blíðu og nærfærni, verður hann alltaf
jafn fávís.
Vegna þess að það er viðtekinn
skiiningur að viðbrögð karlsins séu
augljósari en konunnar, getur konan