Úrval - 01.01.1979, Page 88

Úrval - 01.01.1979, Page 88
86 ÚRVAL einmitt verið að finna fíkniefni þrátt fyrir villandi fnyk af þessu tagi, og Jógi hentist um húsakynnin velti um stólum og rak sig á borð og bekki. Allt í einu hikaði hann, fitjaði upp á trýnið — og rak það inn í innstungu með fullum straum. Hann stökk upp og hentist ýlfrandi til dyra. Shearn róaði hann og fór með hann í göngu- ferð. Þegar þeir komu aftur, var Jógi orðinn reynslunni ríkari og ekki lengi að finna felustaðinn. Næst, þegar þeir voru að leita í alvöru, hentist Jógi á skáphurð, með þeim afleiðingum að hún fleygðist upp og pottum og pönnum rigndi yfír dýrið. Þetta hvort tveggja varð til þess, að hann fékk gælunafnið ,,gula sprengjan” og ekkert virtist geta aftrað því, að hann yrði mesti trúður deildarinnar. En þótt Jógi væri sífellt að verða sér úti um skrokkskjóður af þessu tagi, skynjaði Shearn eitthvað mikilhæft í þessum hundi, og einsetti sér að gera hann að besta hundi deildarinnar. 1968 var Jógi farinn að skara framúr. Tveim árum seinna var hann kominn fram úr öllum. Hann hafði fundið það sem hann leitaði að miklu oftar en aðrir hundar og þessu fylgdu handtökur og sakfellingar. 1972 var Jógi orðinn merkilegastur hunda í lögregluliðinu, og það þótti einsýnt, að hann yrði kjörinn hundur ársins. Til viðbótar venjulegum leitar- störfum var hann orðinn vinsæll skemmtikraftur í skólum, þar sem hann sýndi hæfni sína til að finna fíkniefni, meðan Shearn hélt fyrir- lestur um misnotkun fíkniefni. Svo var það eina þokunótt við höfnina, sem gamli klunnaskapurinn gerði vart við sig. Jógi var kominn á slóðina af hassi og hentist á harða- hlaupum niður bryggju — og beint út í sjó. Shearn náði honum á þurrt og Jógi fann um síðir það sem hann var að leita að. En Shearn var ekki vel rótt. Honum þótti þetta ekki einleikið og það var eitthvað að þvælast fyrir honum í þessu sambandi. Sumir labradorhundar bera með sér arfgenga augnveiki, sem fyrst lýsir sér þannig að þeir verða náttblindir, en síðan missa þeir sjónina að öllu leyti. Hafði Jógi hlaupið í sjóinn í kætikasti, eða var hann að verða blindur? Jafnskjótt og Shearn hafði gert þessa uppgötvun, versnaði ástandið. Jógi fór að ganga á veggi og detta niður tröppur. Einn morguninn, þegar Shearn setti bílinn í gang — merki þess að nú skyldi halda til vinnu — ætlaði Jógi að stökkva upp í bílinn en hitt aldrei á dyrnar. Shearn þagði yfir leyndarmálinu þar til verðlaunaafhendingin hafði farið fram. Lengur var það ekki hægt. Jógi fékk lausn frá störfum, og Shearn fór með hann í síðustu læknis- skoðunina. Eftir hálfríma kom dýra- læknirinn fram í biðstofúna. „Nokkur von” spurði Shearn. ,,Nei, því miður ekki,” svaraði dýralæknir- inn. ,,Hann er sofnaður. Hann var blindur og veikur og sárþreyttur.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.