Úrval - 01.01.1979, Síða 88
86
ÚRVAL
einmitt verið að finna fíkniefni þrátt
fyrir villandi fnyk af þessu tagi, og
Jógi hentist um húsakynnin velti
um stólum og rak sig á borð og bekki.
Allt í einu hikaði hann, fitjaði upp á
trýnið — og rak það inn í innstungu
með fullum straum. Hann stökk upp
og hentist ýlfrandi til dyra. Shearn
róaði hann og fór með hann í göngu-
ferð. Þegar þeir komu aftur, var Jógi
orðinn reynslunni ríkari og ekki lengi
að finna felustaðinn.
Næst, þegar þeir voru að leita í
alvöru, hentist Jógi á skáphurð, með
þeim afleiðingum að hún fleygðist
upp og pottum og pönnum rigndi
yfír dýrið. Þetta hvort tveggja varð til
þess, að hann fékk gælunafnið ,,gula
sprengjan” og ekkert virtist geta
aftrað því, að hann yrði mesti trúður
deildarinnar. En þótt Jógi væri sífellt
að verða sér úti um skrokkskjóður af
þessu tagi, skynjaði Shearn eitthvað
mikilhæft í þessum hundi, og einsetti
sér að gera hann að besta hundi
deildarinnar. 1968 var Jógi farinn að
skara framúr. Tveim árum seinna var
hann kominn fram úr öllum. Hann
hafði fundið það sem hann leitaði að
miklu oftar en aðrir hundar og þessu
fylgdu handtökur og sakfellingar.
1972 var Jógi orðinn merkilegastur
hunda í lögregluliðinu, og það þótti
einsýnt, að hann yrði kjörinn hundur
ársins. Til viðbótar venjulegum leitar-
störfum var hann orðinn vinsæll
skemmtikraftur í skólum, þar sem
hann sýndi hæfni sína til að finna
fíkniefni, meðan Shearn hélt fyrir-
lestur um misnotkun fíkniefni.
Svo var það eina þokunótt við
höfnina, sem gamli klunnaskapurinn
gerði vart við sig. Jógi var kominn á
slóðina af hassi og hentist á harða-
hlaupum niður bryggju — og beint
út í sjó. Shearn náði honum á þurrt
og Jógi fann um síðir það sem hann
var að leita að. En Shearn var ekki vel
rótt. Honum þótti þetta ekki
einleikið og það var eitthvað að
þvælast fyrir honum í þessu
sambandi. Sumir labradorhundar
bera með sér arfgenga augnveiki, sem
fyrst lýsir sér þannig að þeir verða
náttblindir, en síðan missa þeir
sjónina að öllu leyti. Hafði Jógi
hlaupið í sjóinn í kætikasti, eða var
hann að verða blindur?
Jafnskjótt og Shearn hafði gert
þessa uppgötvun, versnaði ástandið.
Jógi fór að ganga á veggi og detta
niður tröppur. Einn morguninn,
þegar Shearn setti bílinn í gang —
merki þess að nú skyldi halda til
vinnu — ætlaði Jógi að stökkva upp í
bílinn en hitt aldrei á dyrnar.
Shearn þagði yfir leyndarmálinu
þar til verðlaunaafhendingin hafði
farið fram. Lengur var það ekki hægt.
Jógi fékk lausn frá störfum, og Shearn
fór með hann í síðustu læknis-
skoðunina. Eftir hálfríma kom dýra-
læknirinn fram í biðstofúna.
„Nokkur von” spurði Shearn. ,,Nei,
því miður ekki,” svaraði dýralæknir-
inn. ,,Hann er sofnaður. Hann var
blindur og veikur og sárþreyttur.”