Úrval - 01.01.1979, Side 89
HUNDURINN GÓÐI
8/
Shearn starði á hann og skildi hvorki
upp né niður. „Sofnaður?” Svo
skildi þessi gamalreyndi lögreglu-
maður, hvað dýralæknirinn átti við,
og fól andlitið í höndum sér.
í fjögur ár í viðbót helgaði Shearn
hundaþjálfuninni krafta sína. Hann
komst á ellilaun 1976. Á arin-
hillunni heima hjá honum er mynd
af Jóga, tekin þegar hann var
veðlaunaður. Undir myndinni standa
þessi orð: ,Jógi, 1965-1972. Hans
jafnoki verður aldrei fundinn.” ★
BÖRNIN SKRIFA
Halló amma,
kennarinn kennir okkur svo margt. í gær kenndi hann okkur að
reykjaí rúminu.
Denni.
BÖRNIN SKRIFA
Hæ, þið heima.
Muniði þegar ég braut vinstri handlegginn í fyrrasumar? Hvað
haldiði að hafí komið fyrir þann hægri núna?
Svenni.
Lukkulegt hjónaband byggist á því, að maður sé sífellt að verða
ástfanginn upp á nýtt — af sama aðilanum.
Róbert Wagner.
Merkilegt með fornverslanir, hvað prísanir eru alltaf nútímalegir.
Olivia de Havilland
Maður skyldi halda að konan mín fengi bónus fyrir hvert atriði,
sem hún fínnur athugavert við mig!
Jack Lemmon
Ég seig saman í stólnum, þegar vörubíli renndi upp að veitinga-
húsinu og ökumaðurinn kom inn. Það var hann, sem ég hafði —
óviljandi að vísu — svínað á svo harkalega skömmu áður.
Sem betur fór virtist hann ekki þekkja mig og settist hinum megin
í salinn. Ég beið þangað til hann var farinn, og bað þá um
reikninginn. Þá sagði afgreiðslustúlkan mér, að vörubílsstjórinn
hefði borgað fyrir mig og beðið fyrir bréf til mín. Ég fann hvað ég
roðnaði, þegar ég las það sem hann hafði krotað á servéttuna: „Viltu
vera svo vænn að gefa mér ríu mínútna forskot. ’ ’
E.H. Wagner