Úrval - 01.01.1979, Page 98
96
cÚr' tieimi lælqiavísiqdanria
HVAÐ Á ÞAÐ
AÐ ÞÝÐA AÐ HALDA
BARNINU I
BÖLINU?
Það á ekki endilega að stinga
barninu í bólið, þótt eitthvert slén sé
í því. Það getur bara gert því illt, segir
prófessor Ronald Illingworth.
I grein í læknatímaritinu Mims
Magazine, segir prófessor Illing-
worth: ,,Ég sé enga ástæðu til að
halda börnum í rúminu þótt þau séu
með farandpestir eins og hlaupabólu,
hettusótt, mislinga, rauða hunda,
kíghósta, bólgna eitla, kvef, niður-
gang, astma eða iðrakvef, ef þeim
líður ekki ver en það, að þau vilja vera
á fótum. Vitaskuld vilja börn, sem
eru með háan hita, oftast liggja fyrir,
en um leið og þau vilja fara að bera
sig um, á að leyfa þeim það. Ef
maður gerir mikið úr lasleikanum,
bannar barninu að fara í skólann,
dúðar það undir sængum, treður í
það meðölum og kallar á lækninn
vegna hvaða smámuna sem vera skal,
eru mestar líkur til að það verði
ímyndunarveikt alla ævi.” Löng
rúmlega getur þar að auki valdið
beinaskemmdum og offitu, sagði
prófessorinn að lokum.
Úr Daily Mail.
GRÍMA Á STAMARA
Rafeindatæki til að hjálpa þeim,
sem stama, hefur verið búið til í
Edinborgarháskóla.
Grundvallarhugmyndin að baki
tækinu er sú vitneskja, að sá sem
stamar gerir það yfírleitt ekki, ef
hann heyrir ekki sjálfur sína eigin
rödd. Tækið, sem kallað er
Edinborgargríman, verkar á þann
hátt, að heyrnartæki eru tengd annars
vegar við kassa, en skynjari, sem
spenntur er um hálsinn, hins vegar.
Skynjarinn grípur rödd stamarans,
leiðir hana í gegnum tækið og gjör-
breytir henni, svo þegar stamarinn
heyrir hana í heyrnartækjunum,
þekkir hann hana ekki fyrir sína.
Tæki þetta hefur verið reynt til
þrautar síðast liðin sjö ár, og hefur
leitt til fullkominnar lækningar í níu
tilfellum af hverjum tíu. Það kostar
90 pund.
Stytt úrThe Daily Telegraph.
PILLUBÖRN
Þegar átta konur höfðu komið í
þungunarpróf og reynst þungaðar,
þrátt fyrir að þær sóru allar og sárt við
lögðu að þær hefðu alltaf tekið
pilluna nákvæmlega eins og fyrir þær
hafði verið lagt, fóru læknarnir að
velta málinu fyrir sér. Við rannsókn