Úrval - 01.01.1979, Síða 104
102 ÚRVÁL
„Frænka,” sagði sex ára snáðinn, þegar Hazel lagði hann í
bólið. ,,Hvers vegna lyfta læknarnir litlu börnunum upp á
fótunum og flengja þau, þegarþau eru nýfædd?”
Hazel velti því fyrir sér, hvað koma myndi á eftir þessari
spurningu, en skýrði fyrir honum tilganginn.
„Hvernig fóru þeir þá að því að flengja mig?” spurði litla
röddin. ,,I hvað gátu þeir haldið til að hafa endaskipti á mér?”
Hazel flýtti sér að svara: ,,Ég hugsa að þegar þú komst út hafi
þeir bara þrifíð í eyrað á þér og skellt á bossann á þér, og þannig
lifnaðirþú við.”
Hann var lítill mannhnoðri, fótalaus og handalaus, en með
járnvilja til að komast yfír vansköpun sína. Ovænt lágu leiðir
kjörforeldranna og fórnarlambs thalidomidelyfsins saman, og í
sameiningu unnu þau þrjú sigur á gráglettni örlaganna.
*
*
*
*
G
*
*
*
*
***** ÖMLU HJÖNIN, sem
kvöddu dyra, voru að
leita hjálpar. Fyrir fimm
árum hafði dóttir þeirra
eignast barn — útlima-
lausan dreng, sem vantaði annað
augað og hafði vanheila sjón á hinu.
Nú leituðu þau til Leonards og
Hazelar Wiles.
Áfallið af að eignast svona hrylli-
lega afskræmt barn hafði orðið dóttur
þeirra um megn, og henni hafði verið
ráðlagt að líta barnið aldrei framar
augum. Frá fæðingu hafði snáðinn
verið hafður á sjúkrastofnunum. En
hann vantaði löglegan forráðamann,
einhvern, sem hefði rétt til að undir-
rita skjöl fyrir hans hönd og til að
uppfylla formskyldu. Gömlu hjónin
gátu ekki sinnt þessu verkefni lengur
og voru nú að leita að einhverjum til
að takast þessa skyldu á herðar.
,,Þú varst besta vinkona hennar,
Hazel. Getið þið Len ekki hlaupið
undir bagga? Viljið þið ekki verða
forráðamenn Andys? ’ ’
Seinna, yfír kvöldmatnum, velti
Leonard málinu fyrir sér.
,,Þau eru nú ekki að fara fram á
mikið. Þetta þýðir bara að ef þarf að
gera fleiri uppskurði á barni vinkonu
þinnar, koma þeir til okkar til að fá
leyfi. Það getur ekki verið flókið. ’ ’