Úrval - 01.01.1979, Page 108

Úrval - 01.01.1979, Page 108
106 ÚRVAL í stígvélum þjóðverjanna meðan menn hans flúðu úr rústum pyntingarklefanna. Hann strauk um lökin með hreifunum og hugsaði með sjálfum sér, hvort hann myndi nokkurn tíma geta rifið þau í ræmur og hnýtt þær saman. Hann hugsaði líka um hvernig hann gæti látið sig síga niður vegginn — hann hafði dvalið við það löngum stundum að setja á sig hvar sprungurnar voru í honum — og síðan látið sig falla hljóðlega niður á grasið. Því næst myndi hann velta sér í burtu, yfir götuna, burtu frá hvíta salnum þar sem nálum var stungið í hann, burtu frá skólanum, þar sem hann var í búri löngum stundum hvern morgun í þungbærum fjötrum gervifótanna sinna. En eftir þvx sem hann eltist fann hann minni huggun í hugarheimi sínum. Hann varð æ sannfærðari um að þetta væri refsing hans, það væri í hegningarskyni, sem Guð hefði tekið af honum fætur og handleggi, að spítalinn væri staður sem óþekk börn væru send á þegar mæður þeirra vildu þau ekki lengur. Svo hann lá og beið, tilbúinn að hengja smávaxinn líkama sinn og hreifana á hvern þann, sem staldraði nógu lengi við til þess að hann næði taki. Hann stjórnaðist af þessari tilfinningu, hann var eins og dýrí leit að æti, hann var knúinn þörfinni til að eignast eigin fjölskyldu og heimili. Leonard og Hazel Leonard gat ekki gleymt skelfing- unni og því hjálparleysi, sem greip hann þegar hann kom fyrst inn í spítalann. Hann ók hægt heimleiðis og hugsaði um hvað hann gæti sagt við Hazel. Hún beið hans við dyrnar á bústaðnum. „Hvernig fór? Hvernig er hann?” ,,Við skulum koma inn, og fá okkur tebolla.” Bústaðurinn var lítill, og þau höfðu ekki úr miklu að spila. Þau bjuggu í tveimur herbergjum, og við hliðina á stofunni var lítið eldhús. „Hvernig leist þér á hann, Len?” Venulega var Hazel kát og skrafhreyfin, þegar Leonard kom heim úr vinnu. En nú varð hún hljóð og kvíðafull, því hún fann að hann var hugsi og tvíátta. Og það sem Leonard sagði henni af heimsókn sinni til Andys varð henni engin upplyfting. LÍFIÐ HAFÐI EKKI lexkxð við þessi hjón. Leonard var fæddur 1912, 18 árum eldri en Hazel, fimmti 1 röðinni af sex systkinum. Hann var einrænn og sérlundaður, og þegar hann fór að vinna fyrir sér flökti hann milli starfa án þess að finna sér nokkurs staðar rót. I skóla kom í ljós að hann hafði námsgáfur en varð fljótt leiður á viðfangsefnunum, og skólaskýrslurnar um hann eru kennslubækur í óþekkt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.