Úrval - 01.01.1979, Side 111

Úrval - 01.01.1979, Side 111
HELJARTAK 109 og stóraukna lífsgleði. Leonard var tákn alls þess, sem hana hafði skort: Hann var fágaður í framkomu, hafði trú á sjálfum sér og var þar að auki góðmenni. Nú var henni ekki um það gefíð, að það góða jafnvægi, sem komist hafði á líf hennar, riðaði til falls með tilkomu vesalings, sem hún hafði aldrei augum litið. Næstu vikurnar eftir heimsókn Leonards til Andys trúði Hazel honum fyrir beig sínum og andúð á þessu máli. Hann skildi vel, að hún væri hikandi, en hvatti hana til að koma að minnsta kosti með, næst þegar hann heimsækti snáðann. ,,Ég skal hugsa um það,” sagði hún. ,,Ég verð að safna kjarki, áður en ég get farið þangað. ’ ’ ,, Ekkiana að neinu ’ ’ Það tók hana fímm mánuði að safna kjarki. Henni til undrunar varð það fyrsta sem hún sá í sjúkrastofunni sex ára strákur, eðlilegur á hæð, í jakka og síðum buxum. ,,En, Len ...” tautaðihún. ,,Allt í lagi, Hazel. Hann er með gerfilimina.” ,,Sæll, frændi,” hrópaði Andy og reyndi að ganga til þeirra. Það tók hann nokkrar mínútur að hnika sér þessa fáu metra til þeirra á álstöngun- um, sem voru gervifæturnir hans. Hann ók sér áfram með því að vinda bolinn til hliðanna og skrefin voru ekki nema um fimm sentimetrar. Þarna stóð hann og riðaði eilltið, og horfði á þá með varkárri spurn í brúnu auganu undir gleraugunum. „Erþettafrænka?” ,Já, Andi. Við erum komin til að bjóðaþérútí dag.” „Meinarðu út af spítalalóðinni?” Fögnuður færðist yfir ásjónu drengsins. ,,Fínt!” Leonard ráðfærði sig við hjúkrunar- konuna, sem taldi það vel til fundið að viðra drenginn lítið eitt. ,,En við verðum þá að láta hann í önnur föt, ” sagði hún. ,,Hann getur ekki notað gervilimina í bílnum hjá ykkur. Handleggjaeftirlíkingarnar, körfu- sætið ofan á gerfífótunum og fæturn- ir sjálfir, ásamt nauðsynlegum ólum og böndum, allt var þetta losað af drengnum. Nú sá Hazel í fyrsta sinn, hve hann var hryllilega vanskapaður, og hve hann var smár. Meðaumkun og hryllingur toguðust á í huga hennar. ,,Komdu, góði,” sagði hún og þreif hann upp í fangið eins og kornabarn. Svo óku þau niður í borgina og spurðu hvað hann langaði að gera. ,,Getum við ekki farið í veitinga- hús? Mér þykir svo gaman að fara í veitingahús.” Þau fundu stórt veitingahús og lögðu bílnum skammt frá því. Hazel hélt á Andy, og Leonard kom á eftir. Hópur fólks stóð við dyrnar að lesa matseðilinn. Samræðurnar hljóðn- uðu, þegar Hazel og Andy komu. Það var starað á þau og hvíslað. Hazel
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.