Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 111
HELJARTAK
109
og stóraukna lífsgleði. Leonard var
tákn alls þess, sem hana hafði skort:
Hann var fágaður í framkomu, hafði
trú á sjálfum sér og var þar að auki
góðmenni. Nú var henni ekki um það
gefíð, að það góða jafnvægi, sem
komist hafði á líf hennar, riðaði til
falls með tilkomu vesalings, sem hún
hafði aldrei augum litið.
Næstu vikurnar eftir heimsókn
Leonards til Andys trúði Hazel
honum fyrir beig sínum og andúð á
þessu máli. Hann skildi vel, að hún
væri hikandi, en hvatti hana til að
koma að minnsta kosti með, næst
þegar hann heimsækti snáðann.
,,Ég skal hugsa um það,” sagði
hún. ,,Ég verð að safna kjarki, áður
en ég get farið þangað. ’ ’
,, Ekkiana að neinu ’ ’
Það tók hana fímm mánuði að
safna kjarki. Henni til undrunar varð
það fyrsta sem hún sá í sjúkrastofunni
sex ára strákur, eðlilegur á hæð, í
jakka og síðum buxum.
,,En, Len ...” tautaðihún.
,,Allt í lagi, Hazel. Hann er með
gerfilimina.”
,,Sæll, frændi,” hrópaði Andy og
reyndi að ganga til þeirra. Það tók
hann nokkrar mínútur að hnika sér
þessa fáu metra til þeirra á álstöngun-
um, sem voru gervifæturnir hans.
Hann ók sér áfram með því að vinda
bolinn til hliðanna og skrefin voru
ekki nema um fimm sentimetrar.
Þarna stóð hann og riðaði eilltið, og
horfði á þá með varkárri spurn í
brúnu auganu undir gleraugunum.
„Erþettafrænka?”
,Já, Andi. Við erum komin til að
bjóðaþérútí dag.”
„Meinarðu út af spítalalóðinni?”
Fögnuður færðist yfir ásjónu
drengsins. ,,Fínt!”
Leonard ráðfærði sig við hjúkrunar-
konuna, sem taldi það vel til fundið
að viðra drenginn lítið eitt. ,,En við
verðum þá að láta hann í önnur föt, ”
sagði hún. ,,Hann getur ekki notað
gervilimina í bílnum hjá ykkur.
Handleggjaeftirlíkingarnar, körfu-
sætið ofan á gerfífótunum og fæturn-
ir sjálfir, ásamt nauðsynlegum ólum
og böndum, allt var þetta losað af
drengnum. Nú sá Hazel í fyrsta sinn,
hve hann var hryllilega vanskapaður,
og hve hann var smár. Meðaumkun
og hryllingur toguðust á í huga
hennar.
,,Komdu, góði,” sagði hún og
þreif hann upp í fangið eins og
kornabarn. Svo óku þau niður í
borgina og spurðu hvað hann langaði
að gera.
,,Getum við ekki farið í veitinga-
hús? Mér þykir svo gaman að fara í
veitingahús.”
Þau fundu stórt veitingahús og
lögðu bílnum skammt frá því. Hazel
hélt á Andy, og Leonard kom á eftir.
Hópur fólks stóð við dyrnar að lesa
matseðilinn. Samræðurnar hljóðn-
uðu, þegar Hazel og Andy komu.
Það var starað á þau og hvíslað. Hazel