Úrval - 01.01.1979, Side 112

Úrval - 01.01.1979, Side 112
110 ÚRVAL stóð þarna beggja blands, rjóð og vandræðaleg. Leonard náði þeim. Þau hikuðu. ,,Eg hélt að við ætluðum þarna inn,” sagði Andy og sparaði hvergi raddböndin. Hazel og Leonard störðu á forvitin andlitin fyrir framan þau. „Komum þá,” sagði Hazel. ,,Eftir hverju erum við að bíða?” Þau héldu inn. Andy skrafaði af mikilli ákefð og gerði hástöfum úttekt á staðnum og öllu því úrvali góðgætis, sem þar var á boðstólum. En við afgreiðsluborðið hikuðu hjónin. Hvernig fer handleggjalaust barn að því að borða? ,,Hvað er að?” spurði Andy. Svo sagði hann þeim hvað hann langaði í: Laxasneið, sultutertu og appelsínusafa. Hazel bar hann að auðu borði en Leonard kom á eftir með veitingarnar. „Viltu láta mig niður á stólinn,” sagði Andy. „Einan.” Þau gerðu það. „Viljið þið nú vera svo góð að láta matinn minn og glasið alveg á borð- brúnina.” Þau störðu eins og í leiðslu, þegar Andy iðaði sér framar í sætið, tók um glasbrúnina með tönnunum, hallaði glasinu og fór að drekka. Ekkert fór til spillis. Svo rétti hann glasið upp aftur og sleppti því. Næst ýtti hann laxabrauðsneiðinni með hökunni aðeins út yfir brúnina á diskinum. Þar beit hann í, og át með greinilegri gleði. Eftir nokkrar mínútur, þegar öllum viðstöddum var orðið ljóst að Andy gat borðað sjálfur án þess að svína allt út, rénaði forvitnin nokkuð og þau þrjú gátu notið veitinga sinna án þess að stöðugt væri starað á þau. Þegar þau komu aftur á spítalann, var stungið upp á því að þau hjónin fengju Andy heim til sín um hvíta- sunnuna, en þá er fimm daga fri í Bretlandi. Þegar þau kvöddu, hvessti Andy brúna augað sitt á þau með ákefð og sagði: „Fæ ég ekki að koma til ykkar — um hvítasunnuna? Svo ég geti séð allt sem þið hafið sagt mér frá?” Þau gengu að bílnum. „Eg get það ekki, Len. Það er ómögulegt. Til hvers er að dragast inn í þetta, þegar við vitum að við getum nákvæmlega ekkert gert? „Við skulum ekki ana að neinu,” svaraði hann. „Við skulum bara ekki ana að neinu.” 54 sentimetra harðstjóri Það var með miklum ugg, að þau hjónin ákváðu loksins að leyfa Andy að koma um Hvítasunnuna. „Það er ekki eins og hann sé andlega vanþroska, öðru nær,” sagði Leonard. „Hann er einkar vel gefinn — og er fullur af sjálfstrausti. Og þú sást hvernig hann borðaði alveg sjálfur. Svo er þetta nú bara í fimm daga.” Hazel lét til leiðast, en sagði: „Ég vil ekki að honum fari að þykja vænt um okkar, Len. Þá verða alls konar vandræði og ógæfa. Og ég ætla ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.