Úrval - 01.01.1979, Síða 112
110
ÚRVAL
stóð þarna beggja blands, rjóð og
vandræðaleg.
Leonard náði þeim. Þau hikuðu.
,,Eg hélt að við ætluðum þarna inn,”
sagði Andy og sparaði hvergi
raddböndin. Hazel og Leonard störðu
á forvitin andlitin fyrir framan þau.
„Komum þá,” sagði Hazel. ,,Eftir
hverju erum við að bíða?”
Þau héldu inn. Andy skrafaði af
mikilli ákefð og gerði hástöfum
úttekt á staðnum og öllu því úrvali
góðgætis, sem þar var á boðstólum.
En við afgreiðsluborðið hikuðu
hjónin. Hvernig fer handleggjalaust
barn að því að borða?
,,Hvað er að?” spurði Andy.
Svo sagði hann þeim hvað hann
langaði í: Laxasneið, sultutertu og
appelsínusafa. Hazel bar hann að
auðu borði en Leonard kom á eftir
með veitingarnar.
„Viltu láta mig niður á stólinn,”
sagði Andy. „Einan.” Þau gerðu
það.
„Viljið þið nú vera svo góð að láta
matinn minn og glasið alveg á borð-
brúnina.”
Þau störðu eins og í leiðslu, þegar
Andy iðaði sér framar í sætið, tók um
glasbrúnina með tönnunum, hallaði
glasinu og fór að drekka. Ekkert fór
til spillis. Svo rétti hann glasið upp
aftur og sleppti því. Næst ýtti hann
laxabrauðsneiðinni með hökunni
aðeins út yfir brúnina á diskinum.
Þar beit hann í, og át með greinilegri
gleði. Eftir nokkrar mínútur, þegar
öllum viðstöddum var orðið ljóst að
Andy gat borðað sjálfur án þess að
svína allt út, rénaði forvitnin nokkuð
og þau þrjú gátu notið veitinga sinna
án þess að stöðugt væri starað á þau.
Þegar þau komu aftur á spítalann,
var stungið upp á því að þau hjónin
fengju Andy heim til sín um hvíta-
sunnuna, en þá er fimm daga fri í
Bretlandi. Þegar þau kvöddu, hvessti
Andy brúna augað sitt á þau með
ákefð og sagði: „Fæ ég ekki að koma
til ykkar — um hvítasunnuna? Svo ég
geti séð allt sem þið hafið sagt mér
frá?”
Þau gengu að bílnum.
„Eg get það ekki, Len. Það er
ómögulegt. Til hvers er að dragast
inn í þetta, þegar við vitum að við
getum nákvæmlega ekkert gert?
„Við skulum ekki ana að neinu,”
svaraði hann. „Við skulum bara ekki
ana að neinu.”
54 sentimetra harðstjóri
Það var með miklum ugg, að þau
hjónin ákváðu loksins að leyfa Andy
að koma um Hvítasunnuna.
„Það er ekki eins og hann sé
andlega vanþroska, öðru nær,” sagði
Leonard. „Hann er einkar vel gefinn
— og er fullur af sjálfstrausti. Og þú
sást hvernig hann borðaði alveg
sjálfur. Svo er þetta nú bara í fimm
daga.”
Hazel lét til leiðast, en sagði: „Ég
vil ekki að honum fari að þykja vænt
um okkar, Len. Þá verða alls konar
vandræði og ógæfa. Og ég ætla ekki