Úrval - 01.01.1979, Page 117

Úrval - 01.01.1979, Page 117
HELJARTAK 115 „Meðan hann er hér hjá okkur, vegnar honum mun betur heldur en þegar hann er fjötraður í þessa fjandans gervilimi, sem hann verður reirður í um leið og hann kemur aftur á spítalann. Og hann dvelur þar miklum mun lengri tíma heldur en hann getur gert hjá okkur.” Svo fór hann fram í eldhús. Eftir þrjár klukkustundir var hann þar ennþá. Hazel hafði runnið í brjóst, en nú vaknaði hún og gat ekki ímyndað sér hvað Leonard væri að gera þar. Hún fór fram í eldhús. Leonard hafði lagt gervilimina á borðið og rifið þá í sundur, stykki fyrir stykki. ,,Hvað ertu að gera, maður! Veistu ekki hvað þessir hlutir eru dýrir?” Leonard lét ekki raska ró sinn, heldur hélt áfram að rissa eitthvað á pappírsblað. ,,Það hlýtur að vera leið til að gera honum auðveldara að hreyfa sig á þessum apparötum. Far þú bara í rúmið. Ég verð dálitla stund að þessu.” Hazel fór í rúmið. Leonard leit aftur á rissið sitt og bar það saman við gervilimina. Hann hafði borið margt við á ævinni. Nú, þegar Leonard Wiles var 56 ára, var hann án þess að vita af því sjálfur að hefja merkileg- asta tímabil ævi sinnar: Tímabil uppfinninganna. Fyrsta farartœkið Leonard hafði fengið tilfinningu fyrir tæknibúnaði í arf frá föður sínum. Þegar hann var tæplega níu ára, gerði hann giftusamlega upp vélina í gamla Morrisnum hennar mömmu sinnar, með því að taka vélina kerfisbundið í sundur og setja hana saman aftur, að því umskiptu, sem slitið var og ónýtt. Þegar útvarpstækin voru að hefja göngu sína, upp úr 1920, hafði hann sett saman sitt eigið útvarpstæki, og á miðjum fjórða áratugnum hafði hann meira að segja búið sér til kvikmynda- sýningarvél með hljóði — og þetta gerði hann aðeins af athugunum sínum, án þess að fá nokkra tilsögn. I stríðinu þótti hann einkar laginn radarstarfsmaður. Á rótleysisárunum síðan hafði hann harla lítið gert af þessu tagi — þess hafði ekki þurft. Nú var þörfin fyrir hendi á ný. Hann vann sleitulaust í frí- stundum sínum næstu þrjá mán- uði í yfirgefinni hlöðu í nágrenn- inu. Þegar Andy kom svo í jólaheimsókn, notaði Leonard fyrstu nóttina til þess að rífa sund- ur gerflfótabúnaðinn hans og koma sínum eigin lagfæring- um fyrir í honum. Eins og búnaðurinn var, gat Andy stig- ið flmm sentimetra skref í einu. Leonard taldi að með lagfæringunni gæti hann stigið að minnsta kosti tíu sentimetra skref, kannski flmmtán. Hann notaði gúmmíhulsur í staðinn fyrir öklaliði og eins konar millibils- stöng í kúlulið til þess að fæturnir yrðu samstíga. Þegar beltin höfðu verið spennt á Andy, verkuðu rugg- hreyfingar hans á kamb og ás, þannig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.