Úrval - 01.01.1979, Page 118
116
ÚRVAL
að fæturnir færðust fram, annar í
senn. Við annan hreifann kom
Leonard fyrir stöng, sem Andy átti að
geta losað millibilsstöngina með til
þess að snúa sér.
Um moguninn, þegar endurbættur
búnaðurinn var fyrst prófaður, hent-
ist drengurinn yfir stofuna á gervi-
fótunum. Hraðinn kom meira að
segja Leonard á óvart og Hazel varð
að þjóta til og koma í veg fyrir að
Andy skelltist á vegginn. Andy var
æstur og dálítið smeykur. Leonard var
beinlínis hræddur. Ef Andy skylli á
höfuðuð á þessum hraða gæti það
orðið hans bandi. Leonard tók endur-
bætur sínar af limunum, fór með þær
út og mölbraut þær. Það hlaut að
vera hægt að gera þetta betur.
Þegar þau skiluðu Andy á
spítalann eftir jólin, bað Leonard um
að fá að sjá tæki, sem notað var til að
gera vanheilum börnum kleift að
ferðast um spítalann af eigin
rammleik. Á leiðinni heim skýrði
hann fyrir Hazel í hverju honum
þótti tækinu — sem gekk undir
nafninu „Ernma” — ábótavant.
Emma flutti barnið um spítalann —
upprétt, bundið í tækið í gervi-
limunum — hraðar og örugglega en
það gat sjálft borið sig um.
,,En,” sagði Leonard, ,,það sem
mig langar að búa til er tæki, sem
Andy getur ferðast í án þessara
andskotans gervilappa, svo hann geti
hverju sinni það sem honum er kleift
að eigin líkamsburðum, og án þess að
fara úr tækinu. ”
,,En ef þér dettur nú eitthvað
sniðugt í hug,” sagði Hazel, ,,hefur
þú þá gen þér ljóst hvað það muni
kosta?”
Vinnu Hazel var lokið, svo nú
höfðu aðeins laun Lens, um 35 pund
á viku, til að lifa af, svo það var ekki
mikið fjárhagslegt svigrúm til að gera
tæknilegar tilraunir. ,,Ég verð bara að
sjá hvað ég get skrapað,” sagði hann.
Þetta kvöld fór hann rakleitt út í
hlöðuna og fór að hugsa á pappír.
Eftir sjö stunda vinnu hafði hann
rissað upp tæki. Það átti að vera lítið
og lágt þríhjól. Andy átti að sitja á
pallsæti milli framhjólanna. Þetta var
upphafið. Nú fór Leonard að
heimsækja þá sem versluðu með
notaða varahluti og brotajárnssala.
Flestir gáfu honum mjög fúslega eitt
og annað, þegar hann hafði skýrt
tilganginn fyrir þeim. Len Curry,
nágranni þeirra, bauðst til að sjóða
það sem þyrfti að sjóða, og það var
mjög mikilsvert framlag til þessarar
smíði.
Handleggjalaust barn getur ekki
stjórnað tæki á venjulegan hátt. Þess
vegna varð að finna nýja leið til
stýringar og hreyfingar. Andy yrði að
nota axlirnar til að stýra með.
Stýringunni var þess vegna fyrirkomið
með tveimur axlapúðum hvorum
megin við sætispallinn. An Andy
hafði hreifa, og vinstri hreifinn var
nógu lipur til þess að koma að gagni.
Þess vegna voru stjórntækin fyrir
hreyfingu, bæði áfram og afturábak,