Úrval - 01.01.1979, Page 119
HELJARTAK
117
og til þess að stöðva tækið, miðuð við
vinstri hreifa hans.
Leonard hélt áfram að sníkja, tala
menn til og skrapa saman. Loks hafði
hann fengið allt sem hann vantaði.
ÞEGAR ANDY KOM í heimsókn í
maí 1969, var hann óðamála af
tilhlökkun. Þarna varþað: Hans eigin
bíll, knúinn rafhlöðu, með hvítu
trefjaglersstelli og litlum stjómklefa
með tækjum öðrum megin. Leonard
skýrði, hægt og vandlega eins og
alltaf, fyrir honum hvernig hann ætti
að stjórna tækinu. Andy drakk það
allt í sig. Stýringin var með hemlun.
Þegar Andy þrýsti á vinstri axla-
púðann, hemlaðist vinstra hjólið
hlutfallslega í samræmi við
þrýstinginn, en hægra hjólið snerist
áfram með óbreyttum hraða svo
tækið færðist í boga. Hægri beygja
verkaði á sama hátt undan hægri axla-
púða. Hreyfingu áfram og afturábak
stjórnaði Andy með lítilli stöng í
seilingu við vinstri hreifann.
,,Má ég prófa núna?” spurði
snáðinn.
Hann lagði af stað. Frá húsinu út
yfir flötina, fram og aftur, sneri og
staðnæmdist, hægt og hratt. Það tók
hann tíu mínútur að ná fullkomnu
valdi á tækinu. Hazel felldi fáein tár í
hljóði, en Leonard tók að punkta hjá
sér nokkrar breytingar og lagfæringar,
sem myndu vera til bóta. Drengurinn
var í sjöunda himni og ætlaði varla að
fást úr „bílnum,” ekki einu sinni
þótt í boði væri nautasteik og Yorks-
hirebúðingur. Um leið og Hazel lyfti
honum úr tækinu, smellti Leonard
með fingrunum.
,,Já, auðvitað,” sagði hann og
skálmaði út í hlöðun.
Yfir matnum sagði hann svo Hazel
og Andy hvað honum hefði flogið í
hug. ,,Ef Andy vill nota tækið,
verðum við að setja hann upp í það.
Þá hefur hann ferðafrelsi. En á eftir
verðum við að lyfta honum út því
aftur. Svo þetta er ekkert alvöru frelsi
— eðahvað?”
Leonard sneri aftur til hlöðunnar
og byrjaði að teikna annars konar
tæki — vagn, sem Andy gæti komist í
og úr sjálfur. Honum var ekki alveg
Ijóst, hvernig það mætti verða en
fannst hann verða að finna það út.
Hann varð að teygja. tæknigetu sína
og uppfinningasemi lengra en hann
hafði haft hugmynd um að hann
gæti.
Þau óku Andy aftur tii spítalans,
og á bakaleiðinni ræddu þau um
fjárhag sinn. Þau skulduðu drjúgum í
bankanum — vagn Andys hafði
kostað þau miklu meira en Leonard
hafði gert ráð fyrir og það var
vonlaust að þau gætu aurað saman
það sem með þyrfti aðeins af
vikukaupi Leonards.
„Þetta verður langt og erfltt
sumar,” sagði Leonard.
,,Eru þau það ekki öll?”
En þau höfðu, ef til vill án þess að
gera sér grein fyrir því, þegar axlað
erflðustu byrðina. Nú var líf án
Andys óhugsandi.