Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 119

Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 119
HELJARTAK 117 og til þess að stöðva tækið, miðuð við vinstri hreifa hans. Leonard hélt áfram að sníkja, tala menn til og skrapa saman. Loks hafði hann fengið allt sem hann vantaði. ÞEGAR ANDY KOM í heimsókn í maí 1969, var hann óðamála af tilhlökkun. Þarna varþað: Hans eigin bíll, knúinn rafhlöðu, með hvítu trefjaglersstelli og litlum stjómklefa með tækjum öðrum megin. Leonard skýrði, hægt og vandlega eins og alltaf, fyrir honum hvernig hann ætti að stjórna tækinu. Andy drakk það allt í sig. Stýringin var með hemlun. Þegar Andy þrýsti á vinstri axla- púðann, hemlaðist vinstra hjólið hlutfallslega í samræmi við þrýstinginn, en hægra hjólið snerist áfram með óbreyttum hraða svo tækið færðist í boga. Hægri beygja verkaði á sama hátt undan hægri axla- púða. Hreyfingu áfram og afturábak stjórnaði Andy með lítilli stöng í seilingu við vinstri hreifann. ,,Má ég prófa núna?” spurði snáðinn. Hann lagði af stað. Frá húsinu út yfir flötina, fram og aftur, sneri og staðnæmdist, hægt og hratt. Það tók hann tíu mínútur að ná fullkomnu valdi á tækinu. Hazel felldi fáein tár í hljóði, en Leonard tók að punkta hjá sér nokkrar breytingar og lagfæringar, sem myndu vera til bóta. Drengurinn var í sjöunda himni og ætlaði varla að fást úr „bílnum,” ekki einu sinni þótt í boði væri nautasteik og Yorks- hirebúðingur. Um leið og Hazel lyfti honum úr tækinu, smellti Leonard með fingrunum. ,,Já, auðvitað,” sagði hann og skálmaði út í hlöðun. Yfir matnum sagði hann svo Hazel og Andy hvað honum hefði flogið í hug. ,,Ef Andy vill nota tækið, verðum við að setja hann upp í það. Þá hefur hann ferðafrelsi. En á eftir verðum við að lyfta honum út því aftur. Svo þetta er ekkert alvöru frelsi — eðahvað?” Leonard sneri aftur til hlöðunnar og byrjaði að teikna annars konar tæki — vagn, sem Andy gæti komist í og úr sjálfur. Honum var ekki alveg Ijóst, hvernig það mætti verða en fannst hann verða að finna það út. Hann varð að teygja. tæknigetu sína og uppfinningasemi lengra en hann hafði haft hugmynd um að hann gæti. Þau óku Andy aftur tii spítalans, og á bakaleiðinni ræddu þau um fjárhag sinn. Þau skulduðu drjúgum í bankanum — vagn Andys hafði kostað þau miklu meira en Leonard hafði gert ráð fyrir og það var vonlaust að þau gætu aurað saman það sem með þyrfti aðeins af vikukaupi Leonards. „Þetta verður langt og erfltt sumar,” sagði Leonard. ,,Eru þau það ekki öll?” En þau höfðu, ef til vill án þess að gera sér grein fyrir því, þegar axlað erflðustu byrðina. Nú var líf án Andys óhugsandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.