Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 120

Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 120
ÚRVAL 118 „Hluturinn er nú sá,” sagði Leonard og andvarpaði, ,,að við þörfnumst hans ekkert síður en hann okkar.” Terry Wiles kemur til sögunnar. í janúar 1969 hófst frjósamasta æviskeið Leonards, samtímis því að þau hjónin ákváðu að gera Andy að kjörsyni sínum. Lögmaður Leonards, Robin Boyes í Huntingdon, hóf umleitanir um ættleiðingu drengsins. Leonard sá fljótlega til þess, að fyrirætlun þeirra hjónanna kæmist í blöðin. Um þau voru skrifaðar greinar, þeirra var getið í sjónvarpinu. En spítalanum var ekki gefið um að Andy væri frá honum tekinn fyrir fullt og allt, og fór sér hægt við að senda inn nauðsynlegar læknaskýrslur. Á meðan heimsótti fulltrúi barnaverndarnefndar staðarins þau hjónin mörgum sinnum, og tók loks þá ákvörðun — þrátt fyrir mislitan feril þeirra beggja á árum áður — að beita sér ekki á móti umsókninni. Andy fékk að fylgjast með málaleitaninni stig af stigi, og þess var æskt að hann kæmi fyrir ættleiðingarréttinn 7. janúar 1971 ásamt þeim Hazel og Leonard. Þau komu til ráðhússins löngu fyrir tilsettan tíma, og Boyes útlistaði fyrir þeim, hvernig „réttarhöldin” myndu ganga fyrir sig. Hann lagði ríkt á við þau, um, að hvað sem í skærist, yrðu þau að varðveita rósemi sína og varast að láta sjá á sér skap- brigði. Mál þeirra var annað málið, sem tekið var fyrir þennan daginn. Andy sat í kjöltu Hazelar, og Hazel greip þétt um hönd Leonards, þegar nöfn þeirra voru kölluð upp. Dómarinn laut yfir skjölin á borðinu hjá honum. Svo leit hann upp, mjög alvarlegur í bragði. ,,Ég hef rannsakað öll skjöl í þessu máli. Mér virðist að herra Leonard Wiles og frú Hazel Wiles séu hin hæfustu til að eiga þetta barn, og hika ekki við að undirrita ættleiðing- arskjalið.” Og ekki meira um það. Það tók innan við 90 sekúndur að staðfesta fyrir rétti það sem hafði tekið nærri tvö ár að komast til dómara. Þegar fjölskyldan gekk niður aðalgötuna á eftir, hrópaði Andy: ,,Ég er ættleiddur! Ég er ættleiddur!” Vegfarendur stönsuðu og störðu. Þarna var kona með ungbarn í fanginu, að því best varð séð, en þessi hvítvoðungur hrópaði út yfir allan heim, með svo sterkri röddu að með ólíkindum mátti telja úr svona kríli, fögnuð sinn yfir ættleiðsl- unni! Andy var mjög umhugað, að á níunda afmælisdeginum hans, sem var fimm dögum seinn, væri hann laus við allt það, sem minnti hann á fortíðina. Hinir nýju foreldrar hans samþykktu að hann veldi sér nýtt fornafn, nú þegar hann hafði fengið nýtt eftirnafn. Drengurinn greip dauðahaldi 1 þetta táknræna tækifæri til þess að losna að fullu og öllu við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.