Úrval - 01.01.1979, Síða 121

Úrval - 01.01.1979, Síða 121
HELJARTAK 119 fortíðina, sem hann hafði andstyggð á, og þegar Leonard fór með hann til þess að sækja um nýtt fæðingar- vottorð, var það Andy, sem fræddi afreiðslumanninn á því að hann langaði ekki til að heita Andrew Wiles. ,Jæja, drengur minn. Hvað viltu þá heita?” „Terrence. Terrence með tveimur errum. Viltu gera svo vel að skrifa það. ’ ’ Afgreiðslumaðurinn gerði það, og þaðan í frá var Andy Terrence Wiles. Eftir þetta ansaði hann engu öðru en Terrence eða Terry. Ylfingur Enn skorti mikið á að ailt léki í lyndi fyrir Wilesfjölskyldunni. Fjárhagskröggurnar voru þungar, og vonir hjónanna um að koma Terry í barnaskólann í Brampton strönduðu á margföldu lagi skriffinnsku. Verra var þó, að verkstæði Leonards eyðilagðist í eldi um mitt ár 1971. Annar ,,bíll” Terrys, „bomban”, brann til ösku, ásamt frumdrögum að nýjum „súperbíl” sem Leonard var farinn að vinna að. Tæplega 5000 sterlingspunda virði af hráefni og varahlutum, ásamt þrotlausu tómstundastarfi Leonards í rösk þrjú ár, hvarf í reyk og eldi. Þá féll Leonard í fyrsta sinn ketill í eld og hann brastí grát. ,,Við erum skuldug upp fyrir haus,” sagði hann. ,,Ég er nærri orðinn sextugur. Hvernig eigum við að halda Terry gangandi úr þessu, Hazel?” Þremur dögum seinna flutti staðar- blaðið ítarlega frásögn af eldsvoðanum og afleiðingum hans fyrir Wilesfjölskylduna. Með næsta pósti kom 50 punda samskotagjöf frá starfsfólki blaðsins. Næstu tíu daga var stöðugur straumur af samskonar fjárframlögum, og ekki leið á löngu áður en Leonard gat hafist handa á ný. Eldurinn hafði aðeins hert hann; nú var hann staðráðnari en nokkru sinni fyrr að ná settu marki. Blaða- frásögninni fylgdi nýr skilningur á því hvað hann var að gera, hvað hann hafði gert og hað hann átti ógert. Leonard taldi, að brýnasta þörf Terrys væri að geta lyft sér — ekki aðeins rétt upp yfir jörðina heldur nógu hátt til þess að geta verið augliti til auglitis við jafnaldra sína, að horfast í augu við þá, að geta unnið við vcnjulega borðhæð, að ná í bækur ofan úr hillu. Mesti ókosturinn við að vera aðeins fimmtíu og fjórir scnti- metrar á hæð var sá að þurfa sífellt að búa í fótaskógi og þurfa alltaf að reygja höfuðið aftur á bak til að sjá upp til alls og allra. Hann þyrfti líka að geta ,,lotið — látið sig síga niður á gólf til að ná í hluti, sem hann kynni að missa, reist sig við og látið þá aftur upp á borð, cða teygt sig enn meira og náð upp í hillu. Og, ef mögulegt væri, þyrfti hann að geta gert þetta jafn hratt og áreynslulaust og venjuleg manneskja. Draumur Leonards var að búa til vélvædda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.