Úrval - 01.01.1979, Side 123
HELJARTAK
121
fullmálaður. Terry og Hazel höfðu
takmarkalausa trú á hagleik
Leonards, en fyrsti spenningurinn var
alltaf æsandi. Tækið stóð hátt og
dulúðugt inni í stofunni. Hazel ýtti
sófanum og armstólunum upp að
veggjunum svo Terry hefði nokkurt
svigrúm.
,,Nú fáum við okkur sæti,” sagði
Leonard við Hazel, ,,og látum Terry
um ómakið.”
,,Má ég byrja núna, pabbi?”
Leonard kinkaði kolli. Terry álaði
sér upp á sætið, sem lá flatt á gófinu.
,,Nú öryggisbeltið. Þú veist
hvernig,” Terry spennti á sig öryggis-
beltið, með því að nota tennurnar og
öxlina. , ,Og nú af stað með þig. ’ ’
Terry hló óstyrkum hlátri og
hallaði öxlinni að stjórnstönginni,
sem stóð upp í lofti. Sætið lyftist
mjúklega upp, upp. Gólfið
fjarlægðist Terry og allt í einu varð
hann hræddur.
,,Áfram með þig. Þú dettur ekki
af. ”
Með áköfum hjartslætti lagðist
Terry aftur á stöngina og sætið hélt
áfram að rísa. Hann var núna í
augnhæð við foreldra sína — og á
uppleið. Nú var hann kominn upp
yfir höfuð Hazelar! Sætið stöðvaðist
og foreldrar hans horfðu upp til hans.
Hazel með undrun, Leonard með
stolti.
,,Farðu að borðinu.”
Fimar tærnar herptust um stjórn-
stöngina. Tækið snerist og rann svo
mjúklega að borðinu. Hreifar Terrys
voru í sömu hæð og borðplatan.
Hann vatt til höfðinu og horfði á
þau, hrifínn.
,,Ég þarf ekki hjálp lengur. Ég get
komist hingað sjálfur og náð 1 matinn
minn!”
Hann ók í flýti afturábak og
stefndi til Leonards. Jafnhliða Iét
hann sætið síga þar til hann var í
hnéhæð Leonards. Svo losaði hann
öryggisbeltið og rórillaði sér upp í
kjöltu föður síns. Leonard tók utan
um hann og hélt honum þétt að sér,
svo hann sæi ekki tárin i augum hans.
„Ekkert lappastand lengur!”
hrópaði Terry. ,,Engar stóllappir og
borðlappir og mannalappir! Nú get
ég farið að lifa eins og aðrir drengir! ’ ’
Þetta kvöld hófust rannsóknir á
því, hvað Terry gæti með tilkomu
þessa nýja hjálpartækis. Hann gat
hjálpað Hazel að leggja á borð og
taka af því. Hann gat spilað á spil við
sama borð og aðrir. Hann gat farið að
sjónvarpstækinu, kveikt á því og valið
sér rás. Hann gat farið inn í
baðherbergið og þvegið sér í framan.
Hann gat ekið að rúminu sínu og
velt sér beint upp í, og morgnana
þurfti hann ekki lengur að bíða eftir
hjálp til að komast á fætur. Hann gat
opnað skúffur og náð sér í bækur ofan
úr hillu.
I júní fóru Leonard og Hazel með
,,súperbílinn” í skólann. Terry gat
notað hann um allan skólann og í
tímum. Þegar hann þurfti að fara út,
ók hann „súperbílnum” að raf-