Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 126
124
ÚRVAL
thalidomidelyfsins að greiða fórnar-
lömbum þess háar skaðabætur.
Skaðabótunum var skipt milli
þeirra 400 barna, sem skaðast höfðu
af lyfinu, eftir því hver örorka þeirra
var metin. Hópur lækna mat örorku
Terrys og hann fékk háar
skaðabætur.
Áriseinna.sumarið 1974, var fyrsta
greiðslan innt af hendi. Sem
kjörforeldrar og forráðamenn fengu
Hazel og Leonard 11.750 sterlings-
pund til eigin nota. Þessi upphæð var
fljót að hverfa. Að hluta til fór hún til
greiðslu á bankaskuldum, að hluta
til greiðslu fyrir efni og verkfæri. En í
fyrsta skipti síðan þau rugluðu saman
reitum sínum þurftu þau ekki að fara
bónarveginn að skuldheimtumönn-
um og vera sífellt að semja um
skuldir. Og nú fékk Hazel notið
nokkurra þeirra efnalegu gæða, sem
hún þráði svo mjög í æsku.
Fjármálastjórn Terrys er í höndum
þeirra, sem ráða fyrir sjóði
thalidomidebarna, og foreldrar hans
hafa þar einnig hönd í bagga. Fyrir
utan þær bætur, sem áður eru
nefndar, er ekkert greitt úr sjóðnum
til handa Terry nema það sem fer til
hans eigin sérstaöku þarfa. Ein
þessara þarfa var kaup á húsi á hans
nafni, þar sem hann getur, ef
nauðsyn krefur, dvalið það sem eftir
er ævinnar.
Það var Terry, sem valdi húsið. Frá
haustinu hafði hann gengið í Ernulfs-
skólann í St. Neots, um tíu kílómetra
suður af Brampton, og foreldrar hans
urðu að aka honum daglega og sækja
hann aftur. Af tilviljun rákust þau á
auglýsingu um hús skammt frá
skólanum. Terry leit í svip á garðinn
bak við húsið, á stóru setustofuna og
alla þá staði, þar sem hann gat notað
„bílinn” sinn og hrópaði af fögnuði.
,,Þetta er upplagt, mamma,”
hvíslaði hann svo, spenntur. ,,Það er
líkaopinn arinn.”
Um leið og þau voru flutt inn,
hófst Leonard handa um að gera
húsið enn hentugra fyrir Terry. Hann
setti sérstaka krana á vaskinn framan-
verðan, svo Terry gæti notað hreifann
til þess að buna sér 1 glas, sem hann
héldi milli tannanna. Hann endur-
bætti dyrabúnaði, gerði halla fyrir
hjólastól upp þrepin úti og kom
fyrir „sænsku” klósetti, sem
hreinsar sjálfkrafa með vatnsbunu og
heitu lofti. Nú var Terry alveg sjálf-
bjarga og gera þarfir slnar. Hann kom
fyrir einföldum en góðum
tannburstabúnaði við hliðina á
vaskinum. Með því að stilla
stólsetuna sína til jafns við rúmið gat
Terry velt sér upp í og notað axlirnar
eða hreifann til þess að kveikja og
slökkva ljósið hjá sér, stjórna
útvarpinu og sjónvarpinu. Loks fann
Leonard upp snjallan búnað á
símann, sem gerði Terry kleif að nota
símann.
Úti í garði er lítill timburkofi með
hún neðst á hurðinni. Þetta er
einkaríki Terrys. Enginn má koma
þar inn án hans leyfi. Þangað bauð
hann gestum sínum, spilaði á spil og