Úrval - 01.03.1981, Side 122
120
ÚRVAL
ganga af vitinu. Mig langar til þess að
þú talir alvarlega við hann. ’ ’
,,Ég skal koma núna rétt fyrir
hádegið, ungfrú Fraser, og vara hann
við.”
,,Ég væri mjög þakklát.” Og með
það fór hún.
Hálftíma síðar hélt ég til Prince
Terrace. Inngangur ungfrú Fraser var
hreinn og snyrtilegur með glansandi
glerrúðum í hurðinni og fallegum
gardínum. En númer 41 var
vanrækslulegt. Ég gekk upp stíginn
og bankaði: ,,Er nokkur heima?”
hrópaði ég.
Ekkert svar. Ég barði aftur og fór
inn. Staðurinn var eyðilegur; engin
húsgögn og loftið rakt og fúlt. Eg
varð að álíta að þorparinn hann
Jackson væri flækingur, sem svæfi
þarna. En hvernig sem í því lá virtist
hann vera farinn, kannski vegna þess
að honum hafði verið hótað lögregl-
unni. Ég ákvað að heimsækja fröken
Fraser.
Ég bankaði á dyrnar hjá henni og
hún opnaði næstum samstundis.
,,Ö,” hún ljómaði upp. ,,Þú kemur
mátulega í kaffi.
Ég fylgdi henni inn. Hún átti
fallegt heimili með antik húsgögnum
og eftirtektarverðum málverkum.
Gluggatjöldin voru þykk og höfðu
fallega áferð, innbúið allt fyrsta flokks.
Á bakka hafði hún sett kaffisett úr
silfri og bolla úr kínversku postulíni. Tvo
bolla. Það sauð á katlinum og ilmurinn
var freistandi.
Ungfrú Fraser sagði mér meira frá
viðureign sinni við Jackson. Hún
samsinnti því að síðasta heimsókn
hennar til lögreglunnar hefði hrætt
hann og hann hefði þessvegna flúið.
Svo hélt hún áfram að segja mér frá
öðrum skömmum hans. Hann kom
þegar hún var ekki heima, skekkti
myndirnar á veggjunum og faldi fyrir
henni hluti. Á nóttunni lamdi hann
trommur og skorkvikindin sem gerðu
innrás í eldhúsið hennar komu frá
honum.
Meðan ég sötraði þetta indæla kaffi
lét hún dæluna ganga. Þegar ég
spurði hana nánar út úr, komst ég að
raun um að hún hafði aldrei séð
Jackson. Hún gat ekki gefið mér
neina lýsingu á honum. Að lokum
tókst mér að sleppa.
Bairstow lögregiumaður brosti
góðlega þegar ég kom til baka:
,,Jæja, Nick, náðirðu í hnakka-
drambið ájackson?”
,,Jackson! Hvererþað?”
,,Það er enginn Jackson,” sagði
hann. „Ungfrú Fraser er einmana og
vill hafa félagsskap. í dag fékk hún
töfrandi ungan mann í kaffi og það
dugar henni í eina eða tvær vikur. En
hún kemur aftur að hitta okkur,
trúðu mér.”
Ég hló. ,,Þú vissir að þetta væri
svona, var það ekki?
,,Við látum þá nýju alltaf eiga við
ungfrú Fraser, Hún er hrifín af þeim.
Og þetta veitir henni mikla ánægju.
Til þess erum við hér, að láta fólki
líða vel, er það ekki ? ’ ’
Ég hugsaði heilmikið um ungfrú