Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 127
EITURLYFJASTRÍÐIÐÁ MIAMI
nöfnum. Fimm bankanna voru í eigu
smyglaranna sjálfra.
Mikið af „dauðadollurunum” sem
komið er undan úr landi snúa aftur
til Suður-Florida og eru fjárfestir þar á
löglegan hátt. Charles Kimball
sérfræðingur í fasteignaviðskiptum og
ráðinn glæparáðgjafi ríkisins skýrir
frá því að á síðustu sex mánuðum hafi
glæpafélagar komist yfir 191,1
milljón dollara virði í fasteignum í
Suður-Florida. Smyglari nokkur frá
Kólumbíu á nú sjö hús í Dade
County, fyrir utan skrifstofu-
byggingu, tvær vöruskemmur, fjögur
stór landsvæði og þrjú fjölbýlishús.
Brunnur þessa ógnar fjármálaveldis
liggur djúpt inni í latnesku Ameríku.
Eiturlyfjadeildin heldur þvl fram að 1
Kólumbíu einni séu 50 kókainverk-
smiðjur, flestar undir stjórn glæpa-
fjölskyldna í Medellín. Þeirra hópur
hefur innan sinna vébanda stjórn-
málamenn, lögreglustjóra og yfirmenn
hermála sem allir stuðla að verndun
framleiðslunnar. Til dæmis geta
amerískir kaupendur, sem nota leyni-
lega lendingarstaði til að sækja
kókainbirgðir á, búist við að verða að
greiða aukalega 2000 dollara á kíló —
en sú fjárhæð er notuð til að hafa
hópa innan alríkislögreglunnar góða.
Þar sem milljónir dollara eru 1 veði
er ekkert sem stöðvar miðlarana —
ekki heldur morð — öllu er fórnað til
að vernda fjárfestinguna. Venjulegur
,,leigumorðingjasamningur”er gerður í
Kólumblu. Morðingjanum er
smyglað inn í Bandaríkin eða þá að
125
hann kemst þangað á fölskum
skilríkjum, hann fer svo í „örugga
húsið” á Miamisvæðinu, þar sem
hann fær mynd af fórnarlambinu
og upplýsingar um mögulega staði
þar sem það gæti verið. Innan dags
frá morðinu er sá er það framdi á leið
til Kólumbíu. Þó að hann sé hand-
tekinn eru ekki miklar líkur á að það
takist að rekja slóðina. Þau fáu vitni
sem lögreglan finnur neita venjulega
að starfa með henni — og það er ekki
að ástæðulausu.
Síðla árs 1979 hélt Miami lögreglan
sig hafa vitni sem vildi tala ef því væri
veitt vernd og nafnleynd. En 1 morð-
deildinni breytti vitnið um skoðun.
,,Vitið þið það, að bara það að vera
hér 1 þessari byggingu er nóg til að ég
verðidrepinn,” sagði vitnið. Það var
rétt. Tveim mánuðum slðar fannst
hann sundurskotinn á bílastæði.
Þótt eiturlyfjasmyglarar náist og
séu dæmdir er fangelsisvist þeirra að
meðaltali aðeins þrjú ár, sem er lítt
fráfælandi. Það er ennþá auðveldara
fyrir stóru smyglarana. Þeir bara
borga tryggingarfé og flýja land.
Smyglari nokkur á Miami lét eina
milljón dollara í veð án þess að depla
auga. Auðvitað sást hann ekki meir.
Eða eins og stjórnandi Eiturlyfja-
deildarinnar sagði við nefnd sem
fjallaði um dómana: ,,Veð er bara
önnur tegund kostnaðar — og miði
til frelsisins.”
Það þarf að breyta tryggingarfjár-
fyrirkomulaginu auk þess sem brýn