Úrval - 01.11.1982, Side 4
2
ÚRVAL
Lewis Cotlow, forseti Ævintýra-
mannaklúbbsins, undraðist, cins og
svo margir aðrir ferðamenn, hvers
vegna mexíkanskir bændur ferðast
alltaf um ríðandi á múlösnum en
konurnar þeirra koma gangandi á
eftir. Loks stöðvaði hann bónda á
svona ferðalagi og spurði hann.
Mexíkaninn setti upp undrunarsvip
og svaraði: ,,En, senor, konan mín á
engan múlasna!”
Það var fótboltaleikur í Belfast.
Annað liðið var mótmælendalið en
hitt kaþólskt. Englendingur var við-
staddur leikinn og þegar kaþólikkar
gerðu gott mark klappaði hann hátt
og lengi. En þegar mótmælendur
jöfnuðu úr næsta upphlaupi hrópaði
hann og hoppaði. Þegar hér var kom-
ið rak írinn, sem stóð fyrir aftan
hann, fingurinn I bakið á honum og
spurði: ,,Hvað er eiginlega að þér,
maður? Ertu trúlaus, eða hvað?”
Prestur nokkur, breskur, var gram-
ur yfir því að einn vina hans sigraði
hann alltaf í golfi. Þessi vinur hans,
sem var töluvert eldri en hann, reyndi
að hugga hann og sagði: „Taktu
þetta ekki nærri þér. Þú sigrar að lok-
um. Það líður ekki á löngu þangað til
þú jarðar mig.”
,,Vera má,” andvarpaði prestur-
inn. ,,En það verður samt þín hola.”
I veislu í Hollywood fóru gestirnir í
leik sem var I því fólginn að hver um
sig átti að skrifa sína eigin grafskrift.
Við hlið Roberts Benchleys sat leik-
kona sem hafði fjölmörg hjónabönd
að baki og hún kvartaði sáran undan
því að sér dytti ekkert I hug. ,,Hafðu
ekki áhyggjur,” svaraði Robert. ,,Ég
skal skrifa það fyrir þig.” Og hann
skrifaði á miðann hennar og kom
honum áleiðis til þess sem las
upphátt af seðlunum. Sagan getur
þess ekki hvernig leikkonunni varð
við er seðillinn hennar var lesinn:
„Loksins hvílirhún ein.”
Eitt sinn ræddu þeir saman Lord
Maxwell Beaverbrook og Sinclair
Lewis. Sindair Lewis sagði hvað eftir
annað: „Hvernig líst þér á það,
Max?” Þetta fór í taugarnar á Beaver-
brook lávarði sem var óvanur ávarpi af
þessu tagi og stuttnefni I þokkabót og
þegar þetta hafði gengið nokkra hríð
hreytti hann út úr sér í svars stað:
„Hvernig lístþérí. það, Sinc?”