Úrval - 01.11.1982, Síða 6

Úrval - 01.11.1982, Síða 6
4 talaði um hana alla leiðina. Stúlkurn- ar skýrðu hins vegar frá því að þær hefðu verið sendar hingað að loknu tækniskólaprófi. Þetta var í fyrsta sinn sem þær komu á þessar slóðir en þær vonuðu að þeim myndi líka dvölin vel. Það var heitt í bílnum og stúlkurn- ar voru þreyttar eftir langa ferð og blunduðu brátt. Þær vöknuðu við að glaðleg rödd kallaði: „Vaknið! Við erum komin.” Gegnum hélaða rúðuna sáust fáein lítil og lág leirhús en við norðurhlið þeirra höfðu hlaðist upp brúnleitir skaflar af sandi og snjó. Til allra átta teygðist endalaus sléttan. Hvergi sást tré eða runni. Stúlkurnar voru þöglar, þeim var greinilega brugðið. Þær vissu að vísu hvert þær voru að fara en þær höfðu ekki getað gert sér neitt slíkt í hugar- lund. Bílstjórinn hló stríðnislega. , ,Það er svo sem rétt, þetta er engin paradís. Ef þið skylduð ákveða að fara verðið þið ekki fyrsta fólkið sem það gerir. Hóið í mig ef ég á að aka ykkur áflugvöllinn.” Tsína opnaði dyrnar. Þurr vind- strokan stóð inn. Öfús að fara út spurði hún: ,,Hvað heitir þessi stað- ur?” ,,Hann heitir ekki neitt,” sagði Tsjanar kæruleysislega. ,,Þegar við reisum borg munum við velja henni nafn I sameiningu. . . Jæja, stúlkur, sjáumst á morgun! Ég færi ykkur vatnið á morgnana. ’ ’ „Áttu við að það sé ekkert vatn ÚRVAL hérna?” spurði Ljúba og litaðist áhyggjufull um. ,,Það var einmitt það sem ég átti við. . . ” Um kvöldið, þegar stúlkurnar höfðu komið sér fvrir í herberginu sem þær áttu að búa I, leit Ostap Tsínóvévitsj leiðangursstjóri inn. Tsína stóð við opna ferðatösku og rót- aði í litlum pappírspokum. ,,Hvað ertu með þarna?” spurði leiðangursstjórinn forvitnislega. ,,Fræ. I vor ætlum við að sá blóm- um.” Gamli jarðfræðingurinn vissi ekki hvað hann ætti að segja. Hann hristi aðeins höfuðið. Hann vissi það fullvel að á þessum hluta Katsakjsteppunnar hafði enginn gróður þrifist I ómuna- tíð. Klukkan 5.30 morguninn eftir nam vatnsflutningabíllinn staðar við húsið þar sem nýju safnararnir bjuggu. Tsjanar opnaði bíldyrnar, flautaði ákaft og kallaði: „Vaknið þið, stúlk- ur! Komið og sækið vatnið ykkar! Tvær skjólur á dag, ein fata handa hvorri.” Tsína sótti vatnið. Hún rann til og hellti niður hálfri fötu. Bíllinn, sem var lagður af stað, snarstansaði. Bíl- stjórinn stakk höfðinu út um glugg- ann og hrópaði ergilega: „Heyrðu, gættu að hvað þú gerir! Ég þarf að aka 90 kílómetra til þess að sækja þetta vatn!” Smám saman lærðu stúlkurnar að sætta sig við hina ströngu vatns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.