Úrval - 01.11.1982, Síða 6
4
talaði um hana alla leiðina. Stúlkurn-
ar skýrðu hins vegar frá því að þær
hefðu verið sendar hingað að loknu
tækniskólaprófi. Þetta var í fyrsta sinn
sem þær komu á þessar slóðir en þær
vonuðu að þeim myndi líka dvölin
vel.
Það var heitt í bílnum og stúlkurn-
ar voru þreyttar eftir langa ferð og
blunduðu brátt. Þær vöknuðu við að
glaðleg rödd kallaði: „Vaknið! Við
erum komin.”
Gegnum hélaða rúðuna sáust fáein
lítil og lág leirhús en við norðurhlið
þeirra höfðu hlaðist upp brúnleitir
skaflar af sandi og snjó. Til allra átta
teygðist endalaus sléttan. Hvergi sást
tré eða runni.
Stúlkurnar voru þöglar, þeim var
greinilega brugðið. Þær vissu að vísu
hvert þær voru að fara en þær höfðu
ekki getað gert sér neitt slíkt í hugar-
lund. Bílstjórinn hló stríðnislega.
, ,Það er svo sem rétt, þetta er engin
paradís. Ef þið skylduð ákveða að fara
verðið þið ekki fyrsta fólkið sem það
gerir. Hóið í mig ef ég á að aka ykkur
áflugvöllinn.”
Tsína opnaði dyrnar. Þurr vind-
strokan stóð inn. Öfús að fara út
spurði hún: ,,Hvað heitir þessi stað-
ur?”
,,Hann heitir ekki neitt,” sagði
Tsjanar kæruleysislega. ,,Þegar við
reisum borg munum við velja henni
nafn I sameiningu. . . Jæja, stúlkur,
sjáumst á morgun! Ég færi ykkur
vatnið á morgnana. ’ ’
„Áttu við að það sé ekkert vatn
ÚRVAL
hérna?” spurði Ljúba og litaðist
áhyggjufull um.
,,Það var einmitt það sem ég átti
við. . . ”
Um kvöldið, þegar stúlkurnar
höfðu komið sér fvrir í herberginu
sem þær áttu að búa I, leit Ostap
Tsínóvévitsj leiðangursstjóri inn.
Tsína stóð við opna ferðatösku og rót-
aði í litlum pappírspokum.
,,Hvað ertu með þarna?” spurði
leiðangursstjórinn forvitnislega.
,,Fræ. I vor ætlum við að sá blóm-
um.”
Gamli jarðfræðingurinn vissi ekki
hvað hann ætti að segja. Hann hristi
aðeins höfuðið. Hann vissi það fullvel
að á þessum hluta Katsakjsteppunnar
hafði enginn gróður þrifist I ómuna-
tíð.
Klukkan 5.30 morguninn eftir
nam vatnsflutningabíllinn staðar við
húsið þar sem nýju safnararnir
bjuggu.
Tsjanar opnaði bíldyrnar, flautaði
ákaft og kallaði: „Vaknið þið, stúlk-
ur! Komið og sækið vatnið ykkar!
Tvær skjólur á dag, ein fata handa
hvorri.”
Tsína sótti vatnið. Hún rann til og
hellti niður hálfri fötu. Bíllinn, sem
var lagður af stað, snarstansaði. Bíl-
stjórinn stakk höfðinu út um glugg-
ann og hrópaði ergilega:
„Heyrðu, gættu að hvað þú gerir!
Ég þarf að aka 90 kílómetra til þess að
sækja þetta vatn!”
Smám saman lærðu stúlkurnar að
sætta sig við hina ströngu vatns-