Úrval - 01.11.1982, Síða 8
6
ÚRVAL
Næst kom ritari leiðangursstjórans
með stóra leirkrukku.
,,Þetta er frá Ostap Tsínóvévitsj,”
sagði hún. ,,Hann sendi annan trukk
eftir vatni. Sá sem venjulega sækir
það bilaði.”
Fleiri birtust með vatn, bæði
kunningjar og ókunnugir.
Um kvöldið kom leiðangursstjór-
inn yfir til stúlknanna.
„Hvernig hafa blómin það?”
,,Þau spretta,” svaraði Tsína.
Jarðfræðileiðangurinn var að leita
að kopar á þessu vatnslausa landi. Það
fannst nægilegt af honum til þess að
hcfja námuvinnslu í stórum stíl. Og
raunar fór það svo að það fannst
einnig vatn um síðir.
I kjölfar þessa komu bygginga-
verkamenn til þess að reisa bæ handa
verkamönnunum við námu- og málm-
vinnsluna. Þegar þeir fóru að mæla
fyrir bænum fundu þeir blómabeð
hjá einu hinna yfirgefnu húsa. Og
þar með var það ákveðið: þarna skyldi
vera aðaltorg hins nýja bæjar og heita
Blómatorg. ★
Sem einstætt foreldri var ég haldin ríkri sektarkennd yfir því að
þurfa að yfirgefa börnin mín meðan þau voru ung. Eg fulivissaði þau
um að ef eitthvað amaði að gætu þau hringt á skrifstofuna til mín
hvenær sem væri.
Dag einn hringdi fjögurra ára gömul dóttir mín og sagði að gull-
fiskurinn hennar væri dáinn. Þetta var eitt af því sem ég hafði búist
við — hún þurfti á huggun að halda og ég var í miðjum áríðandi
fundi.
„Elskan mín,” sagði ég, og allir fundarmenn sperrtu eyrun,,,ég
veit að þetta er erfitt fyrir þig en ég hef svo mikið að gera einmitt
núna. Strax og ég kem heim skal ég tala lengi við þig. Er það í lagi?”
„En, mamma,” bað hún, „ég verð að spyrja þig um dálítið
núna.”
Fundarmenn gátu beðið, barnið mitt þarfnaðist mín. „Haltu
áfram, elskan. Spurðu bara.”
„Mamma, erí lagi að við borðum hann í hádeginu?”
Betty L. Hagerty
Faðir minn, Winston Churchill, sagði eitt sinn við mig að maður-
inn hefði náð góðum árangri í flæma ljónið og tígrisdýrið úr sálu
mannsins en hann hefði ekki náð neinum árangri með að flæma
asnann þaðan.
Sarah Churchill