Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 11
9
Á JÓLUNUM ER HUGURINN HEIMA
pabbi sem aldrei grét: ,,Við erum
saman.”
Flest jól frá þessum eftirminnilegu
jólum höfum við verið hamingjusöm.
Meðan börnin okkar voru að alast
upp þurftum við aldrei að skilja. En
eitt árið endurtók sagan sig. Af ýms-
um ástæðum gat barn, sem var að
heiman, ekki komið heim. En það
sem verra var, maðurinn minn var
floginn til Flórída til að gera áríðandi
uppskurð. Hann var á móti því að við
færum með honum ,,þótt það væru
jól”. Hann myndi koma aftur eftir
viku.
Rétt eins og móðir mín áður átti ég
bara einn unga í hreiðri eftir —
Melaine, 14 ára. ,,Við höfum það
áreiðanlega gott,” sagði hún til að
hressa mig við.
Við kveiktum upp í arninum á
hverju kvöldi, fórum 1 kirkju, pökk-
uðum inn jólagjöfum og þóttumst
vera glaðar. En verkurinn í brjóstinu
óx. A aðfangadag brustum við báðar í
grát. ,,Mamma, það er ekki rétt að
pabbi skuli vera þarna suður frá al-
einn.”
,,Ég veit það.” Ég stökk að síman-
um. Allar flugvélar fullar en það var
einn svefnklefi laus með lestinni til
Miami. Næstum móðursjúkar af létt-
inum tróðum við dóti í töskur.
Hvílíkt aðfangadagskvöld! Tauga-
spenntar eins og samsærismenn
kúrðum við saman í notalegum
klefanum. Melaine hengdi lítinn krans
upp í gluggann og við fylgdumst með
endalausri skrautsýningunni við takt-
fastan undirleik teinanna. Þorp og
borgargötur — allt skreytt dansandi
ljósum, skreytingum og jólatrjám.
Bílar, sveitir og fólk — allt þetta fólk.
Allir á sérstakri pílagrímsferð ástar og
hátíðar.
Að lokum sofnuðum við. Nokkr-
um stundum síðar vöknuðum við við
undarlega þögn. Lestin var stönsuð.
Ég kíkti út um gluggann og sá lítinn
bæ, þöglan, eyðilegan, aðeins örfá
Ijós loguðu enn. Undir nöktum
greinum trjánna meðfram auðri göt-
unni var mannvera á gangi; ungur
maður í bláum sjóliðabúningi. Hann
var álútur til að vega á móti þungum
bakpokanum sem hann bar. Ég
hugsaði — beim, hann er nærri kom-
inn heiml
Ég velti fyrir mér hvort nokkur biði
eftir honum, hvort nokkur vissi yfir-