Úrval - 01.11.1982, Page 17
15
1 glímn við sterka hafstrauma þennan ógnvekjandi jóla-
dag við strendur Astralíu kynntist faðirinn hugrekki og
styrk þriggja ungra sona sinna.
,, S YNIR MÍNIR
ERUAÐ
DRUKKNA!”
—Brian Davics—
AÐ VAR fyrir litlu dótt-
ur mína að við fórum á
ströndina á jóladag
1976. Dagurinn var
búinn að vera heitur og
%
*
*
*
Þ
*
*
*
*
mollulegur. Eftir hádegið ákvað ég að
fara með Söru, fjögurra ára, í sund-
laugina. Synir mínir, Ben, 15 ára,
Luke, 14 ára, og Felix, 12 ára, höfðu
ekki áhuga á að fara með okkur. Þeim
fannst gaman að synda, en að fara í
sund með pabba gamla og litlu
systur, nei, það var ekki hægt.
Þegar við Sara komumst að því að
laugin var lokuð ákvað ég í skyndi að
aka 13 kílómetra til Mona Vale sem er
ein vinsælasta brimreiðarströnd í
Sydney. Mér datt líka annað í hug: Ég
ætlaði að hrista jólaletislenið af
strákunum og fá þá til að koma með
okkur.
I hreinskilni sagt var þetta nokkurs
konar ráðsmennskuleikur foreldra.