Úrval - 01.11.1982, Side 20
18
ÚRVAL
manna lengst úti með ströndinni. Þá
flaug mér Felix í hug. En hann var þá
þegar lagður af stað út á brettinu.
Seinna sagði hann mér að hann hefði
ekki viljað fara en bræður hans hefðu
kallað á hann að koma með brettið.
Ég hljóp í tilgangsleysi sama spott-
ann til baka. Ég var ruglaður, gat
ekki hugsað, næstum móðursjúkur.
Synir mínir þrír myndu drukkna. Ég
sá þá alla, drengina mína og fjöl-
skylduna, berjast við öldurnar. Annar
mannanna hrópaði í angist: „Hjálp!
Hjálp1”
Ég stökk út í en gat ekki neytt mig
út í áhrifasvæði undiröldunnar.
Mannvera — nei, tvær mannverur
komu í átt til mín. Það var Ben með
ungan dreng með sér. Hann ýtti
drengnum í átt til mín og án þess að
segja orð sneri hann við. Nú voru öll
börnin örugg — nema mín.
Aldrei á ævinni hafði mér fundist
ég svo gagnslaus. í gegnum smárof í
öldunum sá ég Luke, Felix og annan
fullorðna manninn hanga á brettinu
þar sem það færðist yfir eina ölduna
eftir aðra. Ben og hinn maðurinn
voru að berjast við höfuðskepnurnar
ekki langt frá. Ég sá fyrir mér spenn-
una í andliti Felix þar sem hann
héldi um brettið. Ég fékk tár í augun.
Kannski kæmist Ben á land en aldrei
Luke og Felix. Ég varð að synda út,
ekkert annað skipti máli.
Þá sá ég tvo menn um tvítugt
þeysast fram hjá mér. Þeir stýrðu
brettum sínum á þokkafullan hátt og
flugu í gegnum öldurnar.
Án þess að ég hefði veitt því
athygli hafði Joan rekið erindið sem
dagað hafði uppi hjá mér. Hún hafði
náð til brimreiðarmannanna og sent
þá til okkar. Andartaki síðar var Felix
kominn í örugga höfn t umsjá annars
brimreiðarmannsins. Hann var
hræddur en brosti breitt eins og api
yfir lengstu brimreið sem hann hafði
nokkru sinni farið. Síðan birtist Luke
á brettinu okkar. Hann hjálpaði full-
orðnu mönnunum í örugga höfn.
Síðastur var Ben. Hann synti á eftir
brettislaus, ákveðinn í að bjargast
upp á eigin spýtur. Þegar hann komst
alla leið var hann svo úrvinda að hann
hafði varla rænu á að skreiðast upp á
ströndina.
Enginn sagði margt. Ekki við, ekki
fjölskyldan sem bjargaðist, ekki ungu
mennirnir tveir sem höfðu hjálpað
okkur á örlagastundu. Ég kom Ben,
Luke og Felix fyrir í aftursætinu og
pakkaði þeim ísköldum inn í bað-
handklæði sem þeir höfðu fengið í
jólagjöf.
En á leiðinni heim töluðum við um
þetta aftur og aftur.
Að lokum fóru atburðirnir að taka
á sig mynd í huga mínum. Ben, Luke
og Felix höfðu staðið sig með prýði án
nokkurrar hvatningar eða afskiptasemi
af minni hálfu. Þeir höfðu unnið
saman að eigin frumkvæði, beitt styrk
og hugrekki. Núna, guði sé lof, var
ég aftur með sonum mínum,
strákunum mínum — þessum frá-
bæru hraustu, ungu mönnum.
★