Úrval - 01.11.1982, Side 20

Úrval - 01.11.1982, Side 20
18 ÚRVAL manna lengst úti með ströndinni. Þá flaug mér Felix í hug. En hann var þá þegar lagður af stað út á brettinu. Seinna sagði hann mér að hann hefði ekki viljað fara en bræður hans hefðu kallað á hann að koma með brettið. Ég hljóp í tilgangsleysi sama spott- ann til baka. Ég var ruglaður, gat ekki hugsað, næstum móðursjúkur. Synir mínir þrír myndu drukkna. Ég sá þá alla, drengina mína og fjöl- skylduna, berjast við öldurnar. Annar mannanna hrópaði í angist: „Hjálp! Hjálp1” Ég stökk út í en gat ekki neytt mig út í áhrifasvæði undiröldunnar. Mannvera — nei, tvær mannverur komu í átt til mín. Það var Ben með ungan dreng með sér. Hann ýtti drengnum í átt til mín og án þess að segja orð sneri hann við. Nú voru öll börnin örugg — nema mín. Aldrei á ævinni hafði mér fundist ég svo gagnslaus. í gegnum smárof í öldunum sá ég Luke, Felix og annan fullorðna manninn hanga á brettinu þar sem það færðist yfir eina ölduna eftir aðra. Ben og hinn maðurinn voru að berjast við höfuðskepnurnar ekki langt frá. Ég sá fyrir mér spenn- una í andliti Felix þar sem hann héldi um brettið. Ég fékk tár í augun. Kannski kæmist Ben á land en aldrei Luke og Felix. Ég varð að synda út, ekkert annað skipti máli. Þá sá ég tvo menn um tvítugt þeysast fram hjá mér. Þeir stýrðu brettum sínum á þokkafullan hátt og flugu í gegnum öldurnar. Án þess að ég hefði veitt því athygli hafði Joan rekið erindið sem dagað hafði uppi hjá mér. Hún hafði náð til brimreiðarmannanna og sent þá til okkar. Andartaki síðar var Felix kominn í örugga höfn t umsjá annars brimreiðarmannsins. Hann var hræddur en brosti breitt eins og api yfir lengstu brimreið sem hann hafði nokkru sinni farið. Síðan birtist Luke á brettinu okkar. Hann hjálpaði full- orðnu mönnunum í örugga höfn. Síðastur var Ben. Hann synti á eftir brettislaus, ákveðinn í að bjargast upp á eigin spýtur. Þegar hann komst alla leið var hann svo úrvinda að hann hafði varla rænu á að skreiðast upp á ströndina. Enginn sagði margt. Ekki við, ekki fjölskyldan sem bjargaðist, ekki ungu mennirnir tveir sem höfðu hjálpað okkur á örlagastundu. Ég kom Ben, Luke og Felix fyrir í aftursætinu og pakkaði þeim ísköldum inn í bað- handklæði sem þeir höfðu fengið í jólagjöf. En á leiðinni heim töluðum við um þetta aftur og aftur. Að lokum fóru atburðirnir að taka á sig mynd í huga mínum. Ben, Luke og Felix höfðu staðið sig með prýði án nokkurrar hvatningar eða afskiptasemi af minni hálfu. Þeir höfðu unnið saman að eigin frumkvæði, beitt styrk og hugrekki. Núna, guði sé lof, var ég aftur með sonum mínum, strákunum mínum — þessum frá- bæru hraustu, ungu mönnum. ★
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.