Úrval - 01.11.1982, Page 22
20
ÚRVAL
var dóttir borgarstjórans í Frankfurt.
Johann Wolfgang ólst upp í rúmgóðu
húsi og höfðu góðar aðstæður á
heimili hans, svo sem safn sígildra
bókmennta og listaverkasafn föður
hans, mikil áhrif á áhugamál hans og
hæfileika. Þar mátti sjá og fínna and-
blæ frá Ítalíu sem kveikti þrá hjá
Göthe til að „kynnast landinu þar
sem sítrónur blómstra og gullnar
appelsínur glóa í skugga lauf-
skrúðsins’ ’.
I barnaherberginu er brúðuleik-
húsið sem segir hvað mest um æsku
Göthes. Fuilorðinn rifjaði hann upp
ánægjuna sem hann hafði haft
af því að setja á svið leikrit sem
fékk blóðið til að frjósa í æðunum
með „öldugangi og guðum sem
komu úr skýjunum og það sem
skemmtilegast var, þrumum og
eldingum”.
Það var á stúdentsárum Göthes í
Leipzig og Strasbourg sem snilligáfa
hans kom t ljós. Auk þess að vera í
laganámi lagði hann stund á myndlist
og þau verk sem til eru eftir hann
sýna að hann hefur bæði haft
hæfileika sem andlits- og landslags-
málari. Á sama tíma hnoðaði hann
saman ljóðum og smásögum, sat að
drykkju með jafnöldrum sínum og
var dáður fyrir gáfur sínar og per-
sónutöfra.
Daður
Þegar Göthe var nýfarinn úr for-
eldrahúsum flæktist hann í ástar-
sambönd sem urðu kveikjan að
mörgum bestu ljóða hans. Tuttugu
og eins árs að aldri fór hann ásamt
vini sínum ríðandi til Sessenheim sem
er þorp nálægt Rtn. Dóttir sóknar-
prestsins þar reyndist litfríð og
ljóshærð og mánuður leið með
gönguferðum í tunglsljósi og skógar-
ferðum fyrir tvo. Þegar þetta ljúfsára
ástarævintýri var orðið tilbreytingar-
laust varð Göthe að taka ákvörðun
um hvort því skyldi haldið áfram eða
ekki. Hann yfirgaf stúlkuna í skyndi,
en gerði hana síðar ódauðlega þar
sem hún er fyrirmynd Grétu, hinnar
falslausu kvenhetju í Faust.
Þetta stutta ævintýri hafði áhrif á
fyrstu ástarljóð Göthes. Hann bætti
tilgerðariegan ljóðstíl þýskra skálda af
eldri kynslóðinni þannig að ljóðlínur
hans leiftruðu af ástriðuþrunginni
gleði eða sársauka. „Hvíltk alsæla
sem ástin veitir,” segir hann í
Heilsast og kvatt, ,,og guð, að elska,
hvílík sæla”. Hin tæra uppspretta
ljóða Göthes entist allt hans líf
(,,Lesið þau ekki, syngið þau,” sagði
hann) og það voru samin lög við
hundruð ljóða hans. Meðal þeirra
sem það gerðu voru tónskáldin
Schubert, Mozart og Mendelsohn.
Næsta ástarævintýri Göthes átti
sér stað t Wetslar, þar sem hann
stundaði lögfræðistörf sem hann
hafði þó takmarkaðan áhuga á. Hann
varð ástfanginn af Charlotte Buff sem
var því miður trúlofuð. Hann reyndi
við hana í tvo mánuði, en gafst þá
upp. En hann gat ekki gleymt henni
og þessi reynsla kemur fram í einu