Úrval - 01.11.1982, Page 30
28
ÚRVAL
hef ég valið sjö undur náttúrunnar í
landi mínu.
Hringleikahúsið
í Gavarnie
Þegar ég sá þetta fyrirbæri fyrst
datt mér í hug hringleikahús tröll-
anna á enda helvítis. Victor Hugo
kallaði það Colosseum náttúrunnar.
Þegar komið er á enda múlasnastígs-
ins, sem liggur í eins og hálfs kíló-
metra hæð meðfram ánni Pau í hjarta
Píreneafjallanna, er engu líkara en
maður sé staddur í námugöngum. Á
þrjá vegu gnæfa hamraveggir við
himin eins og skörðóttar skugga-
rnyndir.
Mikilfenglegasti hamraveggurinn
nefnist Rolandsskarð. Það er svo vel
mótað að hægt er að ímynda sér að
það hafi verið gert með sverðshöggi
eins og sagan hermir að hetjan
Roland hafi gert árið 778 þegar hann
reyndi, særður til ólífis, að brjóta
sverð sitt svo að það félli ekki í hend-
ur óvina hans.
Neðanjarðarvatnsföll mótuðu fjöll-
in en gríðarlegur skriðjökull skálina
og skildi eftir sig aur og grjót um all-
an dalinn. Enn renna 13 ár yfir veggi
hringleikahússins og eiga þær upptök
sín í skriðjöklum og vötnum.
Miklifoss, hæsti foss í Evrópu, rúm-
Iega 420 metra hár, fellur ofan 1
hringleikahúsið með dunum og
dynkjum. Vatnsmagn hans er svo
mikið að um hásumar kælir úðinn frá
honum loftið í kring.
íshafið
Þekktasti skriðjökull heims er að
baki Chamonixdalsins í tignarlegum
hlíðum Alpanna. Til að njóta hans til
fulls klifra ég upp fyrir hann, upp á le
Brévent, sem er hinum megin dalsins,
eða á La Flégere, jafnvel aðeins á
Montenvers. Þaðan sést skyndilega
frosinn straumur hvítu fljótanna sem
stefna saman og skerast að lokum
niðri í dalnum. Leschaux-skriðjökull-
inn á vinstri hönd og Tacul-skriðjök-
ullinn til hægri handar mætast og
mynda, þegar þeir koma saman, ís-
hafstunguna sem glitrar bláhvít á