Úrval - 01.11.1982, Page 32
URVAL
Þessari skuggalegu hvelfmgu hefur
verið líkt við Notre Dame kirkjuna í
París en hún er svipuð að stærð. En
hún minnir mig á einn af þessum grá-
leitu steinum sem í ljós kemur að
innihalda undurfagra kristalla þegar
þeir eru brotnir. í þessum helli, undir
auðnum hásléttunnar, hefur nefni-
lega myndast fjársjóður á síðastliðn-
um milljónum ára, Meyjarskógurinn
(Virgin Forest), sem er 400 tré af
gagnsæjum steinum er skaga upp í
loftið.
Þarna er hinn mikli Stalagmite,
einn af lengstu steinum sem fundist
hafa, og er hann skreyttur þúsundum
einkennilegra steinlaufa og trónir 30
metrum hærra en nokkurt laufskrúð
sem þekkist á jörðinni. í marglitum
ljósum er umhverfið svipað og í sög-
unum í 1001 nótt.
Dalur árinnar Tarn
Fáeina kílómetra norðan við
Armandhellinn hefur áin Tarn grafið
lengsta dal Frakklands en hann
hlykkjast rúmlega 45 km langur á
milli tveggja háslétta. Ég stansa í
margar stundir í dalnum í hvert sinn
sem ég kem þar.Ýmist geng ég eða fer
á báti. Sums staðar renna þverár Tarn
út úr klettunum og falla í fossum
niður í ána.
í Saint-Chély og Pougnadoires eru
lítil þorp á þröngum syllum eða kvos-
um í klettunum; annars staðar má sjá
kastalarústir gnæfa uppi á klettun-
um. Jafnvel satan átti þátt í að móta
þetta landslag. Með krafti bænarinn-
ar kom heilagur Enimie af stað skriðu
sem átti að kremja satan, að því er
sagan hermir, en skrattinn komst
undan niður í sprungu og þaðan heill
á húfi til heljar.
Razhöfði
Hér — á enda veraldar — á granít-
höfða sem skagar 18 km út í Atlants-
hafið á enda Bretagne-skaga, er
áhugavert furðuverk frá náttúrunnar
hendi. Undir lóðréttum klettaveggn-
um skella öldurnar inn í hella sem
þær hafa myndað á mörgum öldum